Innlent

Íslendingur fékk símtal um lottóvinning á Flórída

ASTAR félagið sagði Gunnar hafa unnið siglingu til Bahama eyja.
ASTAR félagið sagði Gunnar hafa unnið siglingu til Bahama eyja.

Gunnar Kristinsson fékk símtal klukkan 16:00 í gær. Eftir um klukkustundarsamtal við starfsmenn frá ASTAR félaginu í Flórída þurfti hann aðeins að gefa upp kreditkortanúmerið sitt og þá fengi hann 998 dollara inn á kortið og vinning í lottói sem hann hafði verið dregin út í.

Hótelgisting, ferð í Disney World og sigling til Bahama eyja voru vinningarnir sem Gunnar hafði hreppt. Daman á hinum enda línurnar var með póstfangið, heimilisfang og að sjálfsögðu símanúmer. Starfsmenn ASTAR sögðust einnig hafa kreditkortanúmer Gunnars.

„Ég varð alveg kjaftstopp enda var þetta mjög sannfærandi. Hann sagðist hafa kreiditkortanúmerið mitt sem ég þurfti bara að lesa upp fyrir hann og staðfesta," segir Gunnar sem steig mjög varlega til jarðar enda svindl sem þetta verið mikið í umræðunni að undanförnu.

Fyrst talaði Gunnar við stúlku og þegar hún ætlaði að senda hann á annan fulltrúa sem myndi ganga frá siglingunni til Bahama skellti Gunnar á.

„Þá hringdi einhver maður sem kynnti sig sem Jim og ræddi ég við hann í um 40 mínútur. Það endaði með því að ég bað hann að senda mér póst sem ég skyldi lesa og hann mætti hringja eftir nokkra daga. Það kom ekki til mála þar sem hann yrði að senda miðana út í dag," segir Gunnar sem sleit símtalinu en Jim hvatti hann að kíkja á heimasíðu félagsins.

„Það kom aldrei að þeim tímapunkti en ég veit að hann ætlaði að láta mig segja sér kreditkorta númerið, ég efast um að hann hafi haft það en er þó ekki viss," segir Gunnar en Jim spurði Gunnar meðal annars hvort hann væri ekki enn með Visa eða Mastercard.

„Hann skaut bara á bæði fyrirtækin. Að sjálfsögðu gekk ég ekki í þessa gildru en það verður að segjast að þau hjá Astar voru ansi sannfærandi."

Eftir að samtalinu lauk fór Gunnar á stúfana og fann síðu á netinu þar sem varað er við þessu fyrirtæki. Hann vill gera slíkt hið sama og grunar að fyrirtækið sé nú að herja á íslendinga. Hann biður því þá sem fá símtal frá fyrirtækinu ASTAR á Flórída að hafa varann á.

Hér er heimasíða félagsins

Hér er varað við fyrirtækinu







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×