Viðskipti erlent

Gjaldþrotum fyrirtækja í Danmörku fjölgar ört

Alls urðu 261 fyrirtæki í Danmörku gjaldþrota í júnímánuði. Er þetta 28,6% aukning miðað við júnímánuð í fyrra.

Fjallað er um málið í blaðinu Politiken í dag. Þar segir að þessar nýjustu tölur um gjaldþrot fyrirtækja endurspegli þá þróun sem verið hefur síðasta ári hvað fjöldan varðar.

Á síðustu 12 mánuðum hafa 2.659 fyrirtæki orðið gjaldþrota í Danmörku og er það aukning upp á rúm 23% frá árinu áður. Bara á fyrstu sex mánuðum þessa árs er fjöldi gjaldþrota orðinn 1.429 talsins.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×