Innlent

Grófu hund lifandi við Kúagerði

Í hádeginu í dag barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um hund sem hefði fundist í hrauninu skammt frá Kúagerði, þar sem ekið er í áttina að Keili. Hafði fólk verið þar á ferð með hunda sína, töluvert langt frá veginum, er það gekk fram á lítinn hvolp sem hafði verið grafinn lifandi og skilinn eftir.

Samkvæmt lýsingu lögreglunnar hafði nokkrum stórum og þungum grjóthnullungum verið raðað ofan á hvolpinn svo að aðeins sást rétt í höfuð hans. Hvolpurinn, sem lögreglan telur að sé Dobermann blanda og um það bil fjögurra mánaða gamall, var mjög máttfarinn og mikið bólginn og gat ekki staðið sjálfur uppi. Lögreglumenn fóru með hann á dýraspítala og telur dýralæknir þar að hvolpurinn muni ná sér.

Þar sem hvolpurinn var ómerktur og er án örmerkis, er ekki vitað um eiganda. Lögreglan biður því þá sem hafa einhverja vitneskju um málið að hafa samband við sig í síma 420-1800. Um mjög gróft brot á dýraverndarlögum er um að ræða, segir í tilkynningu frá lögreglunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×