Leita áfram bjarndýrsspora við Hveravelli 20. júní 2008 09:38 Hér má sjá ísbjarnarspor og sólgleraugu sem gefa hugmynd um stærðina. Um tuttugu manna hópur björgunarsveitarmanna og lögreglumanna frá Blönduósi og nærsveitum lagði af stað klukkan átta í morgun að Hveravöllum til þess að kanna hvort þar sé að finna bjarndýraspor.Eins og fram kom í fréttum í gær sögðust tveir pólskir ferðamenn hafa gengið fram á slík spor á leið sinni frá Hveravöllum inn í Þjófadali og flýttu þeir sér til baka af ótta við að rekast á slíkt dýra. Lögreglan stöðvaði för þeirra og fékk þá til að fara til baka til Hveravalla, ásamt tveimur lögreglumönnum, til að skoða mætti sporin betur. Viðbúnaðaráætlun var sett í gang og þrátt fyrir leit, meðal annars úr lofti, tókst ekki að finna sporin.Að sögn Vilhjálms Stefánssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Blönduósi, er ætlunin að halda leitinni að sporunum áfram í dag og má reikna með að leitarflokkurinn komi að Hveravöllum um klukkan tíu. Þá verður leitað skipulega á þeirri leið sem ferðamennirnir fóru í gær í átt að Þjófadölum. Talið er að um sé að ræða um tveggja til þriggja kílómetra leið og ekki liggur fyri hversu langan tíma leitin tekur. Ef spor finnast verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir.Reynist hvítabjörn á ferðinni á hálendinu er hann sá þriðji sem vart verður við á rúmum tveimur vikum hér á landi. Tveir hafa verið felldir á Skaga í Skagafirði sem kunnugt er, einn á Þverárfjalli og annar við bæinn Hraun. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Um tuttugu manna hópur björgunarsveitarmanna og lögreglumanna frá Blönduósi og nærsveitum lagði af stað klukkan átta í morgun að Hveravöllum til þess að kanna hvort þar sé að finna bjarndýraspor.Eins og fram kom í fréttum í gær sögðust tveir pólskir ferðamenn hafa gengið fram á slík spor á leið sinni frá Hveravöllum inn í Þjófadali og flýttu þeir sér til baka af ótta við að rekast á slíkt dýra. Lögreglan stöðvaði för þeirra og fékk þá til að fara til baka til Hveravalla, ásamt tveimur lögreglumönnum, til að skoða mætti sporin betur. Viðbúnaðaráætlun var sett í gang og þrátt fyrir leit, meðal annars úr lofti, tókst ekki að finna sporin.Að sögn Vilhjálms Stefánssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Blönduósi, er ætlunin að halda leitinni að sporunum áfram í dag og má reikna með að leitarflokkurinn komi að Hveravöllum um klukkan tíu. Þá verður leitað skipulega á þeirri leið sem ferðamennirnir fóru í gær í átt að Þjófadölum. Talið er að um sé að ræða um tveggja til þriggja kílómetra leið og ekki liggur fyri hversu langan tíma leitin tekur. Ef spor finnast verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir.Reynist hvítabjörn á ferðinni á hálendinu er hann sá þriðji sem vart verður við á rúmum tveimur vikum hér á landi. Tveir hafa verið felldir á Skaga í Skagafirði sem kunnugt er, einn á Þverárfjalli og annar við bæinn Hraun.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira