Innlent

Leitað að stúlku í Hafnarfirði

Nú stendur yfir leit að ellefu ára gamalli stúlku í Setbergshverfi í Hafnarfirði. Lögregla og björgunarsveitir taka þátt í leitinni og þyrla landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið. Stúlkan, sem er fötluð, hvarf frá heimili sínu rétt fyrir hádegið en sökum fötlunar hennar var ákveðið að bregðast skjótt við og kalla út lið til leitar.

Hún er klædd í hvítar hnébuxur, fjólubláa hettupeysu, með fléttu í hári og er berfætt.

Þeir sem telja sig hafa séð til stúlkunnar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×