Gunnar kærður fyrir að særa blygðunarsemi 6. maí 2008 08:30 Séra Gunnar Björnsson, sóknarprestur Selfosskirkju. Í kæru stúlknanna tveggja á Selfossi er ekki kært fyrir kynferðislega misnotkun eða áreitni, heldur byggist kæran á 209. grein laga nr. 19/1940 þar sem vitnað er til særðrar blygðunarsemi að sögn Sigurðar Þ. Jónssonar, lögmanns séra Gunnars Björnssonar. Sigurður telur að í kærunni sé vitnað til blygðunarsemi en alls ekki fyrir kynferðislega misnotkun eða kynferðislega áreitni. „Það er af og frá að séra Gunnar sé kærður fyrir eitthvað sem varðar kynferðisbrot, heldur er kært á grundvelli þess að um særða blygðunarsemi sé að ræða eins og segir í 209.gr. almennra hegningarlaga. Það er langur vegur frá misnotkun eða kynferðislegri áreitni eins og margir virðast hafa misskilið þegar fjallað hefur verið um þær kærur sem lagðar eru fram á hendur Gunnari af stúlkunum tveimur.“ Sigurður segist hafa verið viðstaddur yfirheyrslur lögreglu yfir séra Gunnari og þar hafi ekkert komið fram sem benti til nokkurs sem nefna mætti kynferðislegt fremur en áreitni af nokkru tagi. Séra Gunnar hafi verið grunlaus með öllu um að hann hafi á nokkurn hátt gerst brotlegur við lög með því að eiga hlýleg samskipti við sóknarbörn sín, að sögn Sigurðar, sem hvetur menn til að stíga varlega til jarðar í þessu máli. Það sé á engan hátt eins alvarlegt eins og einhverjir vilji halda fram. „Mín skoðun er að unglingstúlkur eigi afskaplega erfitt með að gera sér grein fyrir hvar mörkin liggja í þessum efnum.“ Hann bendir á umræðu um þessi mál undanfarin ár og segir að meðal femínista hafi verið haldið úti háværum umræðum samfara miklum áróðri sem einkennst hefur að miklu leyti að því að karlmenn kunni að vera úlfar í sauðgæru sýni þeir á einhvern hátt umhyggju eða áhuga á viðkomandi. „Umfjöllun fjölmiðla jafnt sem það viðhorf sem kvikmyndir túlka varpar afar mismunandi sýn á þessa hluti og út frá mismunandi viðmiði. Því er afskaplega auðvelt fyrir áhrifagjarna og óharðnaða unglinga að mistúlka hlýju og umhyggju frá öðrum en þeim sem eru bundnir þeim fjölskylduböndum," segir Sigurður Þ. Jónsson lögmaður séra Gunnars Björnssonar. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Í kæru stúlknanna tveggja á Selfossi er ekki kært fyrir kynferðislega misnotkun eða áreitni, heldur byggist kæran á 209. grein laga nr. 19/1940 þar sem vitnað er til særðrar blygðunarsemi að sögn Sigurðar Þ. Jónssonar, lögmanns séra Gunnars Björnssonar. Sigurður telur að í kærunni sé vitnað til blygðunarsemi en alls ekki fyrir kynferðislega misnotkun eða kynferðislega áreitni. „Það er af og frá að séra Gunnar sé kærður fyrir eitthvað sem varðar kynferðisbrot, heldur er kært á grundvelli þess að um særða blygðunarsemi sé að ræða eins og segir í 209.gr. almennra hegningarlaga. Það er langur vegur frá misnotkun eða kynferðislegri áreitni eins og margir virðast hafa misskilið þegar fjallað hefur verið um þær kærur sem lagðar eru fram á hendur Gunnari af stúlkunum tveimur.“ Sigurður segist hafa verið viðstaddur yfirheyrslur lögreglu yfir séra Gunnari og þar hafi ekkert komið fram sem benti til nokkurs sem nefna mætti kynferðislegt fremur en áreitni af nokkru tagi. Séra Gunnar hafi verið grunlaus með öllu um að hann hafi á nokkurn hátt gerst brotlegur við lög með því að eiga hlýleg samskipti við sóknarbörn sín, að sögn Sigurðar, sem hvetur menn til að stíga varlega til jarðar í þessu máli. Það sé á engan hátt eins alvarlegt eins og einhverjir vilji halda fram. „Mín skoðun er að unglingstúlkur eigi afskaplega erfitt með að gera sér grein fyrir hvar mörkin liggja í þessum efnum.“ Hann bendir á umræðu um þessi mál undanfarin ár og segir að meðal femínista hafi verið haldið úti háværum umræðum samfara miklum áróðri sem einkennst hefur að miklu leyti að því að karlmenn kunni að vera úlfar í sauðgæru sýni þeir á einhvern hátt umhyggju eða áhuga á viðkomandi. „Umfjöllun fjölmiðla jafnt sem það viðhorf sem kvikmyndir túlka varpar afar mismunandi sýn á þessa hluti og út frá mismunandi viðmiði. Því er afskaplega auðvelt fyrir áhrifagjarna og óharðnaða unglinga að mistúlka hlýju og umhyggju frá öðrum en þeim sem eru bundnir þeim fjölskylduböndum," segir Sigurður Þ. Jónsson lögmaður séra Gunnars Björnssonar.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira