Innlent

Valgerður: Ríkisstjórnin hefji undirbúning að ESB umsókn

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórnin eigi að hefja undirbúning að ESB umsókn, enda sé það það sem þjóðin vilji og svigrúm sé til þess innan stjórnarsáttmálans.

Valgerður segir ríkisstjórninni ekkert að vanbúnaði með að hefja undirbúning að ESB umsókn enda sé það klárlega vilji þjóðarinnar og svigrúm sé til þess í stjórnarsáttmálanum.

Guðfinna Bjarnadóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður könnunarinnar ekki koma á óvart miðað við efnahagsástandið í landinu.Hún segir það sína skoðun að Ísland eigi að skoða aðild að ESB.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×