Viðskipti innlent

Björgólfur Thor í hádegisviðtali: Lánadrottnar stjórna - ekki hluthafar

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.

Athafnamaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson verður gestur Sindra Sindrasonar í hádegisviðtali Markaðarins í dag. Þar fer hann yfir stöðuna á fjármálamörkuðum og tjáir sig um "kreppuna" sem ríkir í heiminum.

Miklar sögusagnir hafa verið í gangi um sameiningar íslenskra banka. Björgólfsfeðgar eru kjölfestufjárfestar í Landsbankanum og Straumi-Burðarás og hefur mikið verið rætt um mögulega sameiningu þessara tveggja banka.

Björgólfur Thor segir það ekki hafa verið rætt enda sé það varla gerlegt eins og staðan er í fjármálaheiminum í dag. „Staðreyndin er sú að í dag stjórna lánardrottnar félögum - ekki hluthafar. Lánardrottnar bankanna eru ekki á Íslandi og þeir eru í krísu," segir Björgólfur Thor í viðtalinu sem verður sýnt í hádeginu hér á Vísi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×