Innlent

Þingmaður ræður pönkara

Andri Ólafsson skrifar
Heiða í Unun.
Heiða í Unun.

„Atli er mikill prakkari og pönkari og hefur því líklega kunnað að meta þá þætti í mínu fari," segir Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða í Unun, sem hefur verið ráðin aðstoðarmaður Atla Gíslasonar alþingismanns.

Heiða og Atli kynntust þegar þau voru bæði á framboðslista Vinstri - grænna í Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar. Atli í fyrsta sæti en Heiða í því þriðja.

„Þar kynntumst við vel þegar við flökkuðum um allt kjördæmið í kosningabaráttunni," útskýrir Heiða.

Aðstoðarmannastarfið er ekki full vinna heldur 33% stöðugildi. Heiða segir að það veiti henni tækifæri til að vinna frekar að sínum hugðarefnum í stjórnmálum eins og að vinna gegn byggingum álvers í Helguvík.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×