Erlent

Loftsteinaregn kveikti líf á jörðu fyrir 500 milljónum ára

Danskir og sænskir vísindamenn hafa vakið alþjóðlega athygli eftir að þeir settu fram þá kenningu að mikið loftsteinaregn sem féll á jörðina fyrir um 500 milljón árum síðan hafi skapað líf um leið og það eyddi því.

Hingað til hefur það verið vinsæl kenning að risastór loftsteinn hafi þurrkað út risaeðlurnar og annað líf á jörðinni fyrir 65 milljónum ára. Kenning hinna dönsku og sænsku vísindamanna gengur hinsvegar út á að mikið loftsteinaregn sem féll á jörðina fyrir um 500 milljónum ára hafi valdið því að líf hafi blómstrað á jörðinni í kjölfarið.

Loftsteinaregnið sem hér um ræðir samanstóð af um hundrað loftsteinum sem skullu á jörðina þar sem nú eru Svíþjóð og Kína. Á þessum tíma var jörðin lítið annað en líflausar klappir og eyðimerkur og það litla líf sem fyrirfannst eyddist í þessum náttúruhamförum.

Vísindamennirnir segja að stuttu eftir að þetta gerðsit hafi fjöldinn allur af nýjum lífverum tekið að blómstra að nýju á jörðinni. Svend Stouge hjá Náttúrusögusafninu í Svíþjóð er einn þeirra sem unnu að hinni nýju kenningu. Hann segir að það hafi verið algengt í gegnum sögu jarðarinnar að nýtt líf hafi kviknað í kjölfar mikilla náttúrhamfara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×