Enski boltinn

Lehmann er fýlupúki

NordcPhotos/GettyImages

Alexander Hleb hjá Arsenal segir að markvörðurinn Jens Lehmann sé fýlupúki. Hann segir að markvörðurinn þýski hafi varla yrt á nokkurn mann hjá liðinu á æfingum síðan hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu.

Lehmann missti stöðu sína í hendur Manuel Almunia og tók þeirri ákvörðun Arsene Wenger illa. Hann var nálægt því að yfirgefa félagið í janúar. Hleb var hissa á framkomu markvarðarins í kjölfarið.

"Fyrstu viðbrögð hans við því að missa sætið voru reiðiblandin og hann sagði ekki orð eftir það. Það er fínt að tala við hann um persónulega hluti í einrúmi og hann er með gott hjarta, en þegar hann mætir á æfingar er hann annar maður. Það tekur mann dálítinn tíma að venjast honum," sagði Hleb í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×