„Hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir“ 12. mars 2008 11:42 MYND/GVA Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. OECD hefur komist að því Ísland sé í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 og þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD. Spyr hvort ráðherra dragi ummæli sín til baka Stefán Ólafsson benti á það árið 2006 að skattbyrði á hina tekjulægri hefði aukist áratuginn á undan en því andmælti Árni Mathiesen harðlega. „Þetta er eitt af því sem ég hef verið að segja síðustu tvö árin," segir Stefán um útreikninga OECD. „Fjármálaráðherra sagði á Alþingi að að ég kynni ekki að reikna þegar þetta kom upp. Hann kannski dregur þau ummæli til baka," segir Stefán enn fremur.„Þetta hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir hvað sem menn vilja reyna að flækja hlutina og kasta ryki í augum fólks. Það er augljóst að heildarskattbyrði hefur aukist og mest hjá þeim sem lægri tekjur hafa," segir Stefán og nefnir skattbyrði einstæðra mæðra sem dæmi.Stefán bendir á að þróunin hér á landi hafi verið öndverð við það sem verið hafi hjá flestum hagsælum þjóðum innan OECD. Þar hafi breytingar falið í sér minni skattbyrði. „Ísland og Bandaríkin hafa sérstöðu því þar hefur skattbyrði hátekjufólks lækkað mest en skattbyrði lágtekjufólks hins vegar aukist," segir Stefán.Undið ofan af þróuninni á síðasta eina og hálfa áriStefán segir hins vegar að góðu fréttirnar séu þær að síðasta eina og hálfa árið hafi þessari þróun verið snúið við. „Í tengslum við nýgerða kjarasamninga er algjörlega gengið í hina áttina og undið ofan af þessari þróun með því að hækka skattleysismörk, barnabætur og vaxtabætur. Ríkisstjórnin er því á réttri leið," segir Stefán. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fagnar nýrri samantekt OECD sem sýnir að skattar barnafjölkskyldna hér á landi hafi aukist á árunum 2000-2006 eins og hann hafi haldið fram. Hann veltir fyrir sér hvort Árni Mathiesen fjármálaráðherra muni draga til baka orð sem hann lét falla um að Stefán kynni ekki að reikna. OECD hefur komist að því Ísland sé í hópi þeirra ríkja þar sem skattar á barnafjölskyldur hafa aukist á árabilinu 2000-2006 og þá hafa breytingar á skattkerfi hér á landi fyrst og fremst gagnast þeim tekjumeiri ólíkt því sem víða gerist innan OECD. Spyr hvort ráðherra dragi ummæli sín til baka Stefán Ólafsson benti á það árið 2006 að skattbyrði á hina tekjulægri hefði aukist áratuginn á undan en því andmælti Árni Mathiesen harðlega. „Þetta er eitt af því sem ég hef verið að segja síðustu tvö árin," segir Stefán um útreikninga OECD. „Fjármálaráðherra sagði á Alþingi að að ég kynni ekki að reikna þegar þetta kom upp. Hann kannski dregur þau ummæli til baka," segir Stefán enn fremur.„Þetta hefur í mínum huga alltaf legið ljóst fyrir hvað sem menn vilja reyna að flækja hlutina og kasta ryki í augum fólks. Það er augljóst að heildarskattbyrði hefur aukist og mest hjá þeim sem lægri tekjur hafa," segir Stefán og nefnir skattbyrði einstæðra mæðra sem dæmi.Stefán bendir á að þróunin hér á landi hafi verið öndverð við það sem verið hafi hjá flestum hagsælum þjóðum innan OECD. Þar hafi breytingar falið í sér minni skattbyrði. „Ísland og Bandaríkin hafa sérstöðu því þar hefur skattbyrði hátekjufólks lækkað mest en skattbyrði lágtekjufólks hins vegar aukist," segir Stefán.Undið ofan af þróuninni á síðasta eina og hálfa áriStefán segir hins vegar að góðu fréttirnar séu þær að síðasta eina og hálfa árið hafi þessari þróun verið snúið við. „Í tengslum við nýgerða kjarasamninga er algjörlega gengið í hina áttina og undið ofan af þessari þróun með því að hækka skattleysismörk, barnabætur og vaxtabætur. Ríkisstjórnin er því á réttri leið," segir Stefán.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira