Innlent

Ný hugmynd að Sundabraut

Ríflega 160 hektarar byggingarlands yrði að veruleika ef Sundabraut yrði lögð út í Viðey og þaðan út í Geldingarnes. Verðmæti landsins er svipað og verðmæti byggingalands í Vatnsmýrinni.

Áhugamenn um Sundabraut hafa lagt fram nýja tillögu að Sundabraut sem er mun ódýrari en fyrirhuguð Sundabraut með göngum en hópinn skipa brúarsmiðir, byggingaverktakar og jarðvegsfræðingar. Hugmynd hópsins er sú að frá Laugarnesi verði reist lág brú sem lægi yfir í Skúlahól í Viðey og yrði sú brú að hluta byggð með skerjum. Þaðan myndi vegurinn liggja með suðurströnd Viðeyjar, að hluta til á uppfyllingu. Frá Viðey lægi síðan skipgeng hábrú yfir í Gufunes og vegur með ströndinni yfir í Eiðsvík. Vegurinn yrði þaðan tengdur Geldingarnesi með lágbrú og að lokum lægi vegurinn yfir Geldingarnes og þaðan yfir í Álfsnes með annarri brú.

Við þetta myndi skapast verðmætt byggingarland í Viðey, um 160 hektarar sem er sambærilegt við Vatnsmýrina að verðmæti. Með sölu á því fengist nægt fé til að greiða fyrir Sundabraut. Úr Viðey yrði um 10 til 15 mínútna akstur inní miðborgina.

Hópurinn telur að með því að leggja Sundabraut á þennan hátt myndi sparast miklar fjárhæðir þar sem brúarsmíð er töluvert ódýrari en gangagerð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×