Innlent

Húsleitir í Hafnarfirði og Reykjanesbæ

Fíkniefni fundust í tveimur húsleitum í Hafnarfirði og Reykjanesbæ í gær en talið er að um sé að ræða marijúana, amfetamín, hass og LSD. Samanlagt magn þess nemur um 60 grömmum en einnig var lagt hald á nokkuð af kannabisfræjum og búnað til ræktunar. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þessum aðgerðum en að þeim stóðu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan á Suðurnesjum. Húsleitirnar voru framkvæmdar að undangengnum dómsúrskurði.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×