Innlent

Langflestir skipaðir héraðsdómarar metnir mjög vel hæfir

Þorsteinn Davíðsson.
Þorsteinn Davíðsson. MYND/Stöð 2

Aðeins í einu tilviki af fimmtán þar sem héraðsdómarar hafa verið skipaðir síðastliðin tíu ár hefur umsækjandi verið metinn hæfur en í ellefu skipti var sá sem skipaður var metinn mjög vel hæfur af matsnefnd. Í þrjú skipti var sá sem skipaður var metinn vel hæfur.

Þetta kemur fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar um skipan héraðsdómara. Árni Þór spurði ráðherra um þessi mál í kjölfar þess að Árni Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, skipaði Þorstein Davíðsson dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurland.

Þar voru þrír umsækjendur metnir mjög vel hæfir en Þorsteinn hæfur og er hann sá eini sem skipaður hefur verið dómari eftir að hafa verið metinn aðeins hæfur.

Umrædd matsnefnd getur raðað umsækjendum í fjóra flokka, mjög vel hæfur, vel hæfur, hæfur og óhæfur. Af 15 skipunum í embætti héraðsdómara á síðustu tíu árum voru umsækjendur sem embættin hlutu í ellefu tilvikum metnir mjög vel hæfir, í þremur tilvikum vel hæfir og einu tilviki hæfur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×