Meiðsli Eduardo meðal þeirra verstu í sögunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2008 15:10 Cesc Fabregas átti greinilega erfitt með sig eftir að hafa orðið vitni af meiðslum Eduardo í dag. Nordic Photos / AFP Nú þegar er ljóst að meiðslin sem Eduardo Da Silva hlaut í leik Arsenal og Birmingham verður minnst sem einna verstu meiðslanna í sögu breskrar knattspyrnu. Martin Taylor tæklaði Eduardo það illa að ökklin virtist hreinlega mölbrotinn og að hann hafi hangið saman á skinninu einu. Atvikið átti sér stað strax á þriðju mínútu leiksins en hlúa þurfti að honum í næstum átta mínútur inn á vellinum. Greinilegt var á viðbrögðum manna inn á vellinum að meiðslin voru sérstaklega slæm. Ákveðið var strax að sýna ekki hægar endursýningar af atvikinu í sjónvarpinu eins og svo algengt er. Vísir rifjar hér upp einhver verstu meiðsli síðustu ára í boltanum. David Busst Varnarmaður hjá Coventry og lenti saman í árekstri við Denis Irwin, leikmann Manchester United, í apríl árið 1996. Fótbrotnaði það illa að beinið rauf húðina og þurfti sérstaklega að þrífa blóðið af vellinum eftir hann. Peter Schmeichel, markvörður United, þurfti á áfallahjálp að halda eftir að hafa orðið vitni að atvikinu. Busst lék aldrei aftur sem atvinnumaður í knattspyrnu. Luc Nilis Belgískur framherji hjá Aston Villa sem meiddist í leik gegn Ipswich í september árið 2000. Hann tvíbrotnaði á fæti er hann lenti í samstuði við markvörð Ipswich og lagði skóna á hilluna í janúar. Djibril Cisse Framherji hjá Liverpool sem var tæklaður af James McEvely í október árið 2004. Vinstri fóturinn lagðist saman undir honum með skelflilegum afleiðingum. Búist var við því að hann myndi missa af tímabilinu en hann náði sér fljótt á strik og lék með Liverpool í Meistaradeildinni í apríl. Hann meiddist svo aftur gríðarlega illa í landsleik með Frakklandi skömmu fyrir HM í Þýskalandi sem hann missti af í kjölfarið. Henrik Larsson Framherji hjá Celtic sem tvíbrotnaði í leik gegn Lyon í UEFA-bikarkeppninni í október 1999. John Barnes var stjóri Celtic á þessum tíma og sagði að meiðslin væru ekki jafn slæm og þau litu út fyrir að vera. Legghlíf fór nefnilega úr skorðum sem gerði það að verkum að fótbrotið leit út fyrir að vera mun verra en það var. Stan Collymore Framherji hjá Leicester sem fótbrotnaði í leik gegn Derby í apríl árið 2000. Huga þurfti að honum í sex mínútur inn á vellinum og hann þurfti að anda með aðstoð súrefnisgrímu áður en hann var tekinn af velli. Alan Smith Framherji Manchester United sem meiddist í bikarleik gegn Liverpool. Hann brotnaði á vinstri fæti og fór úr lið á ökkla eftir að hafa lent illa eftir að hafa reynt að verjast aukaspyrnu frá John Arne Riise. Hann var fluttur á sjúkrahús og var á hliðarlínunni í sjö mánuði í kjölfarið. Kieron Dyer Dyer er leikmaður West Ham sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða á ferlinum. Hann varð þó fyrir sínum verstu meiðslum í ágúst síðastliðnum er hann tvíbrotnaði á hægri fæti eftir tæklingu Joe Jacobson, leikmanni Bristol, í ensku deildabikarkeppninni. Hann hefur ekki spilað síðan. Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Nú þegar er ljóst að meiðslin sem Eduardo Da Silva hlaut í leik Arsenal og Birmingham verður minnst sem einna verstu meiðslanna í sögu breskrar knattspyrnu. Martin Taylor tæklaði Eduardo það illa að ökklin virtist hreinlega mölbrotinn og að hann hafi hangið saman á skinninu einu. Atvikið átti sér stað strax á þriðju mínútu leiksins en hlúa þurfti að honum í næstum átta mínútur inn á vellinum. Greinilegt var á viðbrögðum manna inn á vellinum að meiðslin voru sérstaklega slæm. Ákveðið var strax að sýna ekki hægar endursýningar af atvikinu í sjónvarpinu eins og svo algengt er. Vísir rifjar hér upp einhver verstu meiðsli síðustu ára í boltanum. David Busst Varnarmaður hjá Coventry og lenti saman í árekstri við Denis Irwin, leikmann Manchester United, í apríl árið 1996. Fótbrotnaði það illa að beinið rauf húðina og þurfti sérstaklega að þrífa blóðið af vellinum eftir hann. Peter Schmeichel, markvörður United, þurfti á áfallahjálp að halda eftir að hafa orðið vitni að atvikinu. Busst lék aldrei aftur sem atvinnumaður í knattspyrnu. Luc Nilis Belgískur framherji hjá Aston Villa sem meiddist í leik gegn Ipswich í september árið 2000. Hann tvíbrotnaði á fæti er hann lenti í samstuði við markvörð Ipswich og lagði skóna á hilluna í janúar. Djibril Cisse Framherji hjá Liverpool sem var tæklaður af James McEvely í október árið 2004. Vinstri fóturinn lagðist saman undir honum með skelflilegum afleiðingum. Búist var við því að hann myndi missa af tímabilinu en hann náði sér fljótt á strik og lék með Liverpool í Meistaradeildinni í apríl. Hann meiddist svo aftur gríðarlega illa í landsleik með Frakklandi skömmu fyrir HM í Þýskalandi sem hann missti af í kjölfarið. Henrik Larsson Framherji hjá Celtic sem tvíbrotnaði í leik gegn Lyon í UEFA-bikarkeppninni í október 1999. John Barnes var stjóri Celtic á þessum tíma og sagði að meiðslin væru ekki jafn slæm og þau litu út fyrir að vera. Legghlíf fór nefnilega úr skorðum sem gerði það að verkum að fótbrotið leit út fyrir að vera mun verra en það var. Stan Collymore Framherji hjá Leicester sem fótbrotnaði í leik gegn Derby í apríl árið 2000. Huga þurfti að honum í sex mínútur inn á vellinum og hann þurfti að anda með aðstoð súrefnisgrímu áður en hann var tekinn af velli. Alan Smith Framherji Manchester United sem meiddist í bikarleik gegn Liverpool. Hann brotnaði á vinstri fæti og fór úr lið á ökkla eftir að hafa lent illa eftir að hafa reynt að verjast aukaspyrnu frá John Arne Riise. Hann var fluttur á sjúkrahús og var á hliðarlínunni í sjö mánuði í kjölfarið. Kieron Dyer Dyer er leikmaður West Ham sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða á ferlinum. Hann varð þó fyrir sínum verstu meiðslum í ágúst síðastliðnum er hann tvíbrotnaði á hægri fæti eftir tæklingu Joe Jacobson, leikmanni Bristol, í ensku deildabikarkeppninni. Hann hefur ekki spilað síðan.
Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira