Innlent

Hrafn Gunnlaugsson vill Dubai-skipulag í Vatnsmýrina

Það skortir dirfsku í tillögum um framtíðarskipulag Vatnsmýrar, segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri, sem hvetur menn til að byggja þar glæsileg háhýsi í anda Dubai, en ekki litla kassa og alla eins.

Með kvikmynd sinni "Reykjavík í öðru ljósi" fyrir átta árum kveikti Hrafn Gunnlaugsson upp mikla umræðu um skipulagsmál í Reykjavík en þar sýndi hann í samvinnu við Trausta Valsson skipulagsfræðing flugvöll á Lönguskerjum en byggð völdugra háhýsa í Vatnsmýri. Við báðum því Hrafn um að kynna sér verðlaunatillögurnar um framtíð Vatnsmýrar sem nú eru til sýnis í Hafnarhúsinu og segja okkur álit sitt.

Hrafn vill að menn horfi samtímis á eyjabyggð með tengingu úr Örfirisey yfir í Engey og Viðey og áfram norður á Kjalarnes í stað Sundabrautar.

Hann kveðst vona að tillögurnar um Vatnsmýri séu opnun á því að menn leyti lausna, en honum líst ekki á lágreist kassaskipulagið á verðlaunamódelinu. Í háhýsabyggð gætu miklu fleiri notið útsýnis yfir hafið og miklu fleiri gætu búið þar. Hann bendir á Dubai sem fyrirmynd og sér fyrir sér að þannig gæti Vatnsmýrin litið út. Hann vill að menn hafi það markmið að skapa iðandi borgarmannlíf en það náist ekki með litlum kössum á lækjarbakka sem séu allir eins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×