Þingmaður græddi tugþúsundir á fjárhættuspili Andri Ólafsson skrifar 20. febrúar 2008 14:47 Birkir Jón Jónsson Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók um helgina þátt í skipulögðu fjárhættuspili í miðbæ Reykjavíkur. Fjárhættuspilið sem um ræðir er póker en Birkir tók þátt í pókerleik sem skipulagður var við Aðalstræti. Þátttakendur spiluðu allir upp á peninga, mismikla að sögn Birkis. Sumir hverjir upp á tugþúsundir króna. Heimildir Vísis herma að Birkir Jón hafi grætt um 50 þúsund krónur þetta kvöld. Birkir Jón neitar því hins vegar sjálfur og vill ekki tjá sig um hversu mikla peninga hann spilaði fyrir. „Ég spilaði nokkur spil um helgina eins og fjöldi annarra manna gerði. Ég tók m.a. þátt í bridgehátíð, ásamt hundruðum manna. Þar voru þátttökugjöld innheimt og verðlaunafé greitt út til þeirra sem best stóðu sig. Síðan stóð ég upp frá borðinu og settist niður við annað, þar sem einnig var fjöldi fólks saman komið. Þar voru einnig innheimt þátttökugjöld og verðlaunafé greitt út," segir Birkir Fjárhættuspil af þessu tagi hefur verið afar umdeilt undanfarin misseri en lögregla stöðvaði á síðasta ári skipulagt pókermót sem haldið var af forsvarsmönnum netverslunarinnar Gizmo. „Í því ljósi að annað mótið var algjörlega spilað fyrir opnum tjöldum og myndir sýndar af því í ljósvakamiðlum og það því auðvitað talið fullkomlega eðlilegt eins og ég hef alla tíð álitið bridgemót vera, hlýt ég að spyrja hvenær spil er löglegt og hvenær það verður ólöglegt ?," spyr Birkir. Vísir hefur haft spurnir af því að skipulagðir pókerleikir af þessu tagi, þar sem menn koma saman og spila upp á háar fjárhæðir, finnist víðs vegar um Reykjavíkurborg um hverja helgi. Lögregla hefur hefur í nokkur skipti haft afskipti af skipulögðum pókerleikjum af þessu tagi en samkvæmt almennum hegningarlögum skar hver sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Þá segir einnig í almennum hegningarlögum að hver sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Birkir tók þátt í tveimur spilamótum um helgina. Hér er hann með makker sínum, Gunnari Birgissyni bæjarstjóra, á bridgemóti á Hótel Loftleiðum. „Hvaða tvískinnungur er þetta í opnu lýðræðislegu samfélagi þegar maður stendur upp frá einu borði með bæjarstjórum, seðlabankastjórum og hæstaréttadómurum, með myndavélarnar yfir sér, og sest að öðru þar sem maður notar nánast sama spilastokk, og þar er einnig kominn saman fjöldi fólks, þá er seinna spilið gert tortryggilegt?" spyr Birkir. „Ef maður horfir svo á þetta í heildarsamhengi þá telst það ekki fjárhættuspil að kaupa miða í happdrætti Háskólans, spila bingó í Vinabæ, spila í spilakössum og þar fram eftir götunum. Auðvitað mun ég því halda áfram að taka þátt í hinum ýmsu spilamótum og reikna með að það muni aðrir áhugamenn gera líka," segir Birkir. Tengdar fréttir Framkoma Birkis fyrir neðan allar hellur Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers. 21. febrúar 2008 10:34 „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil. 20. febrúar 2008 16:08 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók um helgina þátt í skipulögðu fjárhættuspili í miðbæ Reykjavíkur. Fjárhættuspilið sem um ræðir er póker en Birkir tók þátt í pókerleik sem skipulagður var við Aðalstræti. Þátttakendur spiluðu allir upp á peninga, mismikla að sögn Birkis. Sumir hverjir upp á tugþúsundir króna. Heimildir Vísis herma að Birkir Jón hafi grætt um 50 þúsund krónur þetta kvöld. Birkir Jón neitar því hins vegar sjálfur og vill ekki tjá sig um hversu mikla peninga hann spilaði fyrir. „Ég spilaði nokkur spil um helgina eins og fjöldi annarra manna gerði. Ég tók m.a. þátt í bridgehátíð, ásamt hundruðum manna. Þar voru þátttökugjöld innheimt og verðlaunafé greitt út til þeirra sem best stóðu sig. Síðan stóð ég upp frá borðinu og settist niður við annað, þar sem einnig var fjöldi fólks saman komið. Þar voru einnig innheimt þátttökugjöld og verðlaunafé greitt út," segir Birkir Fjárhættuspil af þessu tagi hefur verið afar umdeilt undanfarin misseri en lögregla stöðvaði á síðasta ári skipulagt pókermót sem haldið var af forsvarsmönnum netverslunarinnar Gizmo. „Í því ljósi að annað mótið var algjörlega spilað fyrir opnum tjöldum og myndir sýndar af því í ljósvakamiðlum og það því auðvitað talið fullkomlega eðlilegt eins og ég hef alla tíð álitið bridgemót vera, hlýt ég að spyrja hvenær spil er löglegt og hvenær það verður ólöglegt ?," spyr Birkir. Vísir hefur haft spurnir af því að skipulagðir pókerleikir af þessu tagi, þar sem menn koma saman og spila upp á háar fjárhæðir, finnist víðs vegar um Reykjavíkurborg um hverja helgi. Lögregla hefur hefur í nokkur skipti haft afskipti af skipulögðum pókerleikjum af þessu tagi en samkvæmt almennum hegningarlögum skar hver sem aflar sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Þá segir einnig í almennum hegningarlögum að hver sá, sem gerir sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu eða það að koma öðrum til þátttöku í þeim, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Birkir tók þátt í tveimur spilamótum um helgina. Hér er hann með makker sínum, Gunnari Birgissyni bæjarstjóra, á bridgemóti á Hótel Loftleiðum. „Hvaða tvískinnungur er þetta í opnu lýðræðislegu samfélagi þegar maður stendur upp frá einu borði með bæjarstjórum, seðlabankastjórum og hæstaréttadómurum, með myndavélarnar yfir sér, og sest að öðru þar sem maður notar nánast sama spilastokk, og þar er einnig kominn saman fjöldi fólks, þá er seinna spilið gert tortryggilegt?" spyr Birkir. „Ef maður horfir svo á þetta í heildarsamhengi þá telst það ekki fjárhættuspil að kaupa miða í happdrætti Háskólans, spila bingó í Vinabæ, spila í spilakössum og þar fram eftir götunum. Auðvitað mun ég því halda áfram að taka þátt í hinum ýmsu spilamótum og reikna með að það muni aðrir áhugamenn gera líka," segir Birkir.
Tengdar fréttir Framkoma Birkis fyrir neðan allar hellur Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers. 21. febrúar 2008 10:34 „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil. 20. febrúar 2008 16:08 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Framkoma Birkis fyrir neðan allar hellur Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers. 21. febrúar 2008 10:34
„Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist alls ekki fordæma pókerspilamennsku Birkis Jóns Jónssonar um síðustu helgi. Hann segist telja að Birkir hafi ekki gerst brotlegur við nein lög, en að vel komi til greina að fara yfir reglur varðandi fjárhættuspil. 20. febrúar 2008 16:08