Samningar í höfn í Karphúsinu 17. febrúar 2008 21:00 Þeir gátu leyft sér að brosa Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, þegar þeir skrifuðu undir samninga í kvöld. Að baki þeim stendur Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari. MYND/Vilhelm Skrifað var undir kjarasamninga á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins nú á níunda tímanum í Karphúsinu eftir langan dag. Samningarnir gilda frá 1. febrúar síðastliðnum til 30. nóvember 2010. Samningsaðilar höfðu komist að samkomulagi í gær en eftir var pappírsvinna og þá var einnig beðið eftir útspili ríkisstjórnnarinnar. Það kom í dag og felur meðal annars í sér hækkun persónuafsláttar um sjö þúsund krónur á næstu þremur árum umfram almenna verðuppfærslu, hækkun á skerðingarmörkum barnabóta og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja um þrjú prósent, í 15 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins höfðu lýst því yfir að framlag ríkisstjórnarinnar væri fullnægjandi til þess að skrifa undir samninga og það gerðu þeir því nú í kvöld. Fram kemur á heimasíðu Starfsgreinasambandsins, sem á aðild að kjarasamningunum, að kjör þeirra sem lægst hafa launin og kaupmáttur þeirra sem setið hafa eftir í launaþróuninni hækka umtalsvert meira en annarra. Samið er til eins árs með möguleika á framlengingu í tvö ár ef efnahagslegar forsendur standast, m.ö.o. að aðrir, þar með talin stjórnvöld, axli einnig ábyrgð í efnahagslífinu þannig að verðbólga og vaxtabyrði lækki. Þessi atrið geti tryggt kaupmáttaraukningu á samningstímabilinu. Þegar litið er á launahækkanirnar sjálfar hækka launataxtar frá og með 1. febrúar um 18 þúsund krónur, um 13.500 krónur árið 2009 og 6.500 krónur árið 2010. Í samningum er fjallað um fyrstu skref að nýju kerfi veikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum markaði en grunnur er nú lagður að nýjum endurhæfingarsjóði aðila vinnumarkaðarins. ,,Veruleg hækkun bóta slysatrygginga launafólks var markmið sem náðist í kjarasamningnum. Dánarbætur til eftirlifandi maka hækka um 31,4% og til barna mun meira. Bætur vegna varanlegrar örorku hækka um 71,2% og dagpeningar vegna tímabundinnar örorku um 65%,"segir á vef SGS. Nánari upplýsingar um samning hvers landssambands er að finna á heimasíðum þeirra. Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands og einnig á síðu VR. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Skrifað var undir kjarasamninga á milli Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins nú á níunda tímanum í Karphúsinu eftir langan dag. Samningarnir gilda frá 1. febrúar síðastliðnum til 30. nóvember 2010. Samningsaðilar höfðu komist að samkomulagi í gær en eftir var pappírsvinna og þá var einnig beðið eftir útspili ríkisstjórnnarinnar. Það kom í dag og felur meðal annars í sér hækkun persónuafsláttar um sjö þúsund krónur á næstu þremur árum umfram almenna verðuppfærslu, hækkun á skerðingarmörkum barnabóta og lækkun á tekjuskatti fyrirtækja um þrjú prósent, í 15 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins höfðu lýst því yfir að framlag ríkisstjórnarinnar væri fullnægjandi til þess að skrifa undir samninga og það gerðu þeir því nú í kvöld. Fram kemur á heimasíðu Starfsgreinasambandsins, sem á aðild að kjarasamningunum, að kjör þeirra sem lægst hafa launin og kaupmáttur þeirra sem setið hafa eftir í launaþróuninni hækka umtalsvert meira en annarra. Samið er til eins árs með möguleika á framlengingu í tvö ár ef efnahagslegar forsendur standast, m.ö.o. að aðrir, þar með talin stjórnvöld, axli einnig ábyrgð í efnahagslífinu þannig að verðbólga og vaxtabyrði lækki. Þessi atrið geti tryggt kaupmáttaraukningu á samningstímabilinu. Þegar litið er á launahækkanirnar sjálfar hækka launataxtar frá og með 1. febrúar um 18 þúsund krónur, um 13.500 krónur árið 2009 og 6.500 krónur árið 2010. Í samningum er fjallað um fyrstu skref að nýju kerfi veikinda-, slysa- og örorkuréttinda á almennum markaði en grunnur er nú lagður að nýjum endurhæfingarsjóði aðila vinnumarkaðarins. ,,Veruleg hækkun bóta slysatrygginga launafólks var markmið sem náðist í kjarasamningnum. Dánarbætur til eftirlifandi maka hækka um 31,4% og til barna mun meira. Bætur vegna varanlegrar örorku hækka um 71,2% og dagpeningar vegna tímabundinnar örorku um 65%,"segir á vef SGS. Nánari upplýsingar um samning hvers landssambands er að finna á heimasíðum þeirra. Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands og einnig á síðu VR.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira