Lífið

„Dóri DNA er útþynnt gen af Nóbelskáldi“

Bubbi Morthens
Bubbi Morthens

„Dóri DNA er útþynnt gen af Nóbelskáldi. Hvað hefur hann eiginlega unnið sér til frægðar?," segir Bubbi Morthens í samtali við Vísi. Bubbi er síður en svo sáttur með Dóra sem gagnrýndi þáttinn hans, Bandið hans Bubba, í DV fyrir skömmu.

Á glænýrri heimasíðu sinni tekur Bubbi þátt í umræðum um þáttinn og talar um gagnrýni DV og Fréttablaðsins.

Hann segir Dóra ekki hafa náð lengra en að skrifa um kvikmyndir og bandið hans Bubba.

Dóri sem heitir réttu nafni Halldór Halldórsson er barnabarn Halldórs Laxness. Hann var nokkuð hissa á þessum ummælum Bubba Morthens þegar Vísir náði af honum tali.

„Útþynnt gen frá afa mínum er meira en Bubbi Morthens getur nokkurntíma státað sig af. Mér finnst ótrúlegt að stærsti tónlistarmaður okkar íslendinga skuli leggjast svona lágt," segir Dóri.

Aðspurður segist Bubbi hinsvegar gríðarlega ánægður með þáttinn sinn. „Þetta er frábær þáttur, og hann á bara eftir að batna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×