Viðskipti innlent

Skoðaði mál Vilhjálms Bjarnasonar gegn Glitni í morgun

Björgvin G Sigurðsson
Björgvin G Sigurðsson

„Við fórum í gegnum þetta niður í ráðuneyti í morgun og lögin um hlutafélög eru mjög skýr. Að svo komnu máli sýnist mér að það þurfi ekki að kalla á breytingar á þeim," segir Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra um mál Vilhjálms Bjarnasonar gegn Glitni.

Vilhjálmur Bjarnason framkvæmdarstjóri samtaka fjárfesta og hluthafi í Glitni lýsti því yfir í Silfri Egils í gær að hann hygðist fara í mál við stjórn Glitnis vegna kaupa á hlutabréfum af Bjarna Ármannssyni.

Vilhjálmur telur að stjórn Glitnis hafi ekki verið að hugsa um hag hluthafa þegar 236 milljóna króna hlutur Bjarna í Glitni var keyptur á genginu 29 þegar markaðsgengið var á bilinu 26-27 að sögn Vilhjálms.

Björgvin segir að lögin ættu ekki að vera mjög matskennd og þá sérstaklega það sem snýr að aðkomu hluthafafundar.

„Málið er hinsvegar mjög athyglisvert og við munum fylgjast með því og bregðast við í kjölfarið ef þess er þörf," segir Björgvin sem telur ekkert endilega að til þess komi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×