Viðskipti innlent

Sigurjón með 13,6 milljónir á mánuði

Sigurjón Þ. Árnason tók í hús 13,6 milljónir í hverjum einasta mánuði á síðasta ári.
Sigurjón Þ. Árnason tók í hús 13,6 milljónir í hverjum einasta mánuði á síðasta ári. SAMSETT MYND

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, var með 163,5 milljónir í laun og aðrar tekjur á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu Landsbankans sem kom út í dag. Það gera 13,6 milljónir í mánarðarlaun.

Landsbankinn skilaði um 40 milljarða króna hagnaði á síðasta ári og fyrir þann góða árangur voru Sigurjón og kollegi hans á bankastjórastóli, Halldór J. Kristjánsson, verðlaunaðir. Halldór var með 86,9 milljónir í árslaun sem gera rétt tæpar 8 milljónir í mánaðarlaun.

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, var með 1,5 milljónir á mánuði fyrir að stýra ráðinu og varaformaðurinn Kjartan Gunnarsson fékk rúma 1,1 milljón á mánuði fyrir sína vinnu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×