Innlent

Ástþór býðst til að borga fyrir lýðræðið

Ástþór Magnússon býður íslenska ríkinu að greiða kostnað við forsetakosningar síðar á þessu ári svo þær geti farið fram með hætti sem er við hæfi í vestrænu lýðræðisríki. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann efndi til í Háskólabíó í dag.

Ástþór mætti til fundarins ásamt konu sinni Natliu og komu tveir öryggisverðir með 40 milljónir króna í tvö þúsund króna seðlum í tösku inn í salinn.

Ástþór var ekki tilbúinn að gefa það upp hvort hann hygðist gefa kost á sér til forsetaembættisins en hann hefur tvisvar boðið sig fram. Hins vegar skoraði hann á þjóðina að hafna sjálfskjöri forsetans.

Í yfirlýsingu sem hann afhenti á fundinum býðst Ástþór til þess að greiða fyrir forsetakosningar svo þjóðin komist á kjörstað óttalaus við kostnað enda fari kosningar og aðdragandi þeirra fram með þeim hætti sem er við hæfi í verstrænu lýðræði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×