Erlent

Kaupskip knúið af risastórri fallhlíf

Fyrsta kaupskip í heimi sem siglt er með aðstoð risastórrar fallhlífar er nú á leiðinni frá Þýsklandi til Venesúela.

Það er fyrirtækið Skysails sem hannað hafa hina tölvustýrðu fallhlíf sem staðsett er yfir framan stefni skipsins. Fallhlífin er 160 fm að stærð og talið er að spara megi um 20% af eldsneytisnotkun skipsins á leiðinni til Venesúela.

Skipið sem hér um ræðir, MS Beluga, er að prófa hina nýju tækni sem hér um ræðir. Árangurinn ætti að liggja fyrir innan tveggja vikna.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×