Innlent

„Eitthvað segir mér að kannski snúi ég aftur í Ráðhúsið fljótlega"

MYND/Anton Brink

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að það sé eitthvað sem segi honum að hann snúi aftur í Ráðhúsið með sitt dót og kannski fyrr en nokkurn grunar. Þetta kemur fram á vefsíðu borgarfulltrúans í kjölfar sviptinganna í borgarstjórn.

Björn Ingi þarf nú að rýma skrifstofu sína í Ráðhúsinu og færa dótið yfir götuna í skrifstofur borgarfulltrúa í Tjarnargötunni með meirihlutaskiptunum. Hann óskar nýjum meirihluta velfarnaðar og nýjum borgarstjóra til hamingju með embættið. „Það mun reyna ákaflega mikið á hann næstu daga, vikur og mánuði," segir Björn Ingi.

Hann bendir á að mikið hafi gengið á í lífi hinna fimmtán borgarfulltrúa Reykjavíkur og flestir telji að enn eigi óskaplega mikið eftir að ganga á, jafnvel séu uppi efasemdir um að nýr meirihluti sé ekki á vetur setjandi. „Það er eitthvað sem segir mér, að kannski eigi ég eftir að snúa aftur í Ráðhúsið fljótlega með dótið mitt. Kannski fyrr en nokkurn grunar," segir Björn Ingi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×