Innlent

Bobby Fischer var jarðsettur í morgun fyrir utan Selfoss

Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í Laugardælakirkju í Flóahreppi rétt utan við Selfoss í morgun. Fyrir utan prestinn voru fimm manns viðstaddir jarðarförina og þar á meðal voru Miyoko Watai, unnusta Fischer og Garðar Sverrisson vinur hans.

Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að Séra Jakob Rolland hafi jarðsungið Fischer og var hann jarðsettur í Laugadælakirkjugarði. Fjallað verður ítarlega um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×