Innlent

Björn Ingi að gefast upp á Framsókn

Óli Tynes skrifar
Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins er orðinn svo þreyttur á innbyrðis deilum og leiðindum innan flokksins að hann er að gefast upp á að starfa innan hans.

Tilefnið er bréf sem Guðjón Ólafur Jónsson fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins skrifaði til flokksfélaga, og hefur borist til fjölmiðla.

Í því reifar Guðjón Ólafur ýmsan vanda flokksins og spyr margra spurninga. Hann segir meðal annars að fyrir síðustu kosningar hafi frambjóðendur keypt sér föt fyrir hundruð þúsunda króna, fyrir reikning Framsóknarflokksins.

Í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Björn Ingi að hann vildi veg Framsóknarflokksins sem mestan. Hann vildi að flokkurinn sækti á og sækti fylgi til keppinauta sinna. Það sé hinsvegar erfitt þegar alltaf þurfi að vera að passa markið fyrir eigin leikmönnum, eins og í tilfelli Guðjóns Ólafs.

Aðspurður hvort hann væri að gefast upp á að starfa innan Framsóknarflokksins sagði Björn Ingi hann hann ætlaði vissulega að skoða sinn gang.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×