Boðið að berjast um Adrenalínbeltið 12. janúar 2008 16:27 Gunnar Nelson baradagaíþróttamaður. Gunnari Nelson bardagaíþróttamanni hefur verið boðið að taka þátt í baráttunni um Adrenalinebeltið í sínum þyngdarflokki í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) á Adrenalinemótinu í Kaupmannahöfn 12. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um Adrenalinetitilinn í MMA og annað árið sem mótið er haldið. Gunnar keppti sinn fyrsta MMA bardaga á þessu móti í maí í fyrra þegar hann mætti einum efnilegasta MMA keppanda Dana, John Olesen, sem hafði mun meiri keppnisreynslu en Gunnar enda Gunnar að keppa í fyrsta sinn í MMA. Frammistaða Gunnars þar vakti mikla athygli en bardaganum lauk með jafntefli samkvæmt úrskurði dönsku dómaranna og var mál manna að Olesen mætti svo sannarlega vel við þann úrskurð una. Gunnar fór síðan til æfinga erlendis í september (til Dublin og Manchester) til að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og keppti eins og kunnugt er fjóra bardaga fram að áramótum og sigraði þá alla í fyrstu lotu. Þessi frammistaða hans hefur vakið verðskuldaða athygli í MMA heiminum og valdið því að honum er nú boðið að berjast í keppninni um Adrenalíntitilinn. Sú keppni fer þannig fram að fjórir keppendur, tveir og tveir, eru valdir af móthöldurum til að reyna með sér. Snemma um kvöldið fara því fram tveir bardagar og sigurvegarar úr sitthvorum bardaganum mætast síðan í „main event" um kvöldið í titilbardaga. Sigri Gunnar fyrri bardagann á hann því möguleika á titlinum en keppni af þessu tagi er frekar óvanaleg í svokölluðum „full contact" bardagaíþróttum, þ.e. að keppendur keppi fleiri en einn bardaga sama kvöldið. Yfirleitt líða vikur eða mánuðir milli bardaga. Taki Gunnar þátt í þessu verður þetta því mikil eldraun fyrir hann enda ljóst að hinir þrír sem móthaldarar Adrenalinemótsins bjóða að keppa verða engir aukvisar í sportinu. Enn hefur ekki verið staðfest hverir keppa en nöfn hins danska Kenneth Rosfort og sænska Andre Mineus hafa verið nefnd. Gunnar hefur þó enn ekki ákveðið hvort hann tekur þátt í keppninni en það byggist á því æfingaplani sem framundan er hjá honum í vetur og hefur ekki ráðist endanlega en mun væntanlega ráðast fyrir lok þessa mánaðar. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Gunnari Nelson bardagaíþróttamanni hefur verið boðið að taka þátt í baráttunni um Adrenalinebeltið í sínum þyngdarflokki í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) á Adrenalinemótinu í Kaupmannahöfn 12. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um Adrenalinetitilinn í MMA og annað árið sem mótið er haldið. Gunnar keppti sinn fyrsta MMA bardaga á þessu móti í maí í fyrra þegar hann mætti einum efnilegasta MMA keppanda Dana, John Olesen, sem hafði mun meiri keppnisreynslu en Gunnar enda Gunnar að keppa í fyrsta sinn í MMA. Frammistaða Gunnars þar vakti mikla athygli en bardaganum lauk með jafntefli samkvæmt úrskurði dönsku dómaranna og var mál manna að Olesen mætti svo sannarlega vel við þann úrskurð una. Gunnar fór síðan til æfinga erlendis í september (til Dublin og Manchester) til að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og keppti eins og kunnugt er fjóra bardaga fram að áramótum og sigraði þá alla í fyrstu lotu. Þessi frammistaða hans hefur vakið verðskuldaða athygli í MMA heiminum og valdið því að honum er nú boðið að berjast í keppninni um Adrenalíntitilinn. Sú keppni fer þannig fram að fjórir keppendur, tveir og tveir, eru valdir af móthöldurum til að reyna með sér. Snemma um kvöldið fara því fram tveir bardagar og sigurvegarar úr sitthvorum bardaganum mætast síðan í „main event" um kvöldið í titilbardaga. Sigri Gunnar fyrri bardagann á hann því möguleika á titlinum en keppni af þessu tagi er frekar óvanaleg í svokölluðum „full contact" bardagaíþróttum, þ.e. að keppendur keppi fleiri en einn bardaga sama kvöldið. Yfirleitt líða vikur eða mánuðir milli bardaga. Taki Gunnar þátt í þessu verður þetta því mikil eldraun fyrir hann enda ljóst að hinir þrír sem móthaldarar Adrenalinemótsins bjóða að keppa verða engir aukvisar í sportinu. Enn hefur ekki verið staðfest hverir keppa en nöfn hins danska Kenneth Rosfort og sænska Andre Mineus hafa verið nefnd. Gunnar hefur þó enn ekki ákveðið hvort hann tekur þátt í keppninni en það byggist á því æfingaplani sem framundan er hjá honum í vetur og hefur ekki ráðist endanlega en mun væntanlega ráðast fyrir lok þessa mánaðar.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Fleiri fréttir „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Sjá meira