Innlent

25 milljóna króna Porche gjörónýtur eftir útafakstur

Breki Logason skrifar
Þetta er eins bíll og fór útaf á Grindavíkurvegi í gærkvöldi og er gjörónýtur. Porche 911 GT3RS
Þetta er eins bíll og fór útaf á Grindavíkurvegi í gærkvöldi og er gjörónýtur. Porche 911 GT3RS

Bíllinn sem fór útaf á Grindavíkurvegi seint í gærkvöldi var af gerðinni Porche 911 GT3RS. Bíllinn er gjörónýtur eftir útafaksturinn.

Lögreglan var kölluð á vettvang um hálf tólf leytið í gærkvöld en þá var ökumaður bifreiðarinnar kominn inn í bíl hjá vegfaranda. Var hann vankaður eftir óhappið og var sendur upp á sjúkrahús.

Mikil mildi er að ekki fór verr hjá ökumanninum en bíllinn er hinsvegar gjörónýtur og var fluttur af vettvangi með kranabifreið. Ökumaður hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir skoðun.

Tjónið virðist hafa verið mikið því eftir því sem Vísir kemst næst er verðmæti bílsins tæplega 25 milljónir króna. Bíllinn sem er hvítur að lit mun hafa verið glænýr, keyrður um 300 km.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×