Erlent

Vont hjónaband

Óli Tynes skrifar
Ekkert hefur fundist af eiginmanninum nema vottur af blóði í klósettskálinni.
Ekkert hefur fundist af eiginmanninum nema vottur af blóði í klósettskálinni.

Eiginkona í Þýskalandi batt enda á misheppnað hjónaband með því að höggva eiginmann sinn í spað og sturta honum niður um klósettið.

Nokkrum stærstu hlutum mannsins henti hún þó í ruslafötu sem var svo tæmd í sorpeyðingarstöð.

Ekkert hefur fundist af líki eiginmannsins annað en vottur af blóði í klósettskálinni.

Talsmaður lögreglunnar í Dusseldorf sagði í viðtali við Reuters fréttastofuna að konan hefði sagt við börn þeirra að þau fyndu aldrei föður sinni vegna þess að hún hefði sturtað honum niður.

Börnin sögðu að óbælt hatur hefði ríkt í hjónabandinu og móðir þeirra hefði áður reynt að eitra fyrir föðurnum.

Eiginmaðurinn var 58 ára leigubílstjóri. Konan er 52 ára og upprunalega frá Makedóníu. Þangað flúði hún eftir morðið. Þýsk yfirvöld eru að reyna að fá hana framselda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×