Seta í bókmenntadómnefnd talin Þorsteini til tekna 8. janúar 2008 12:44 Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra tínir til setu Þorsteins Davíðssonar í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar á vegum Reykjavíkurborgar sem eina af röksemdum sínum fyrir skipun hans í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands. Veigamestu rökin eru þó þau að Þorsteinn hafi fjölbreytta reynslu og þekkingu, ekki síst vegna starfa sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra um rúmlega fjögurra ára skeið, og það geri hann að hæfasta umsækjandanum um starfið. Eins og kunnugt er skipaði Árni, sem var settur dómsmálaráðherra í málinu, Þorstein Davíðsson héraðsdómara skömmu fyrir jól. Þrír umsækjendur um stöðuna voru samkvæmt lögbundinni matsnefnd metnir hæfari en Þorsteinn. Tveir þeirra fóru fram á rökstuðning ráðherra vegna málsins og hefur hann nú borist þeim. Í honum kemur meðal annars fram að Þorsteinn hafi lokið laganámi með 1. einkunn og hann hafi hlotið réttindi til málflutningis fyrir héraðsdómi árið 2005. Þorsteinn hafi verið aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykajvíkur frá 2000-2003 og aðstoðarmaður Björn Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 2003-2007. Bent er á að Þorsteinn hafi gegnt veigamiklum nefndarstörfum á vegum hins opinbera og meðal annars setið í samstarfshópi um löggæslumál í Reykjavík, í innflytjendaráði og flóttamannaráði. Þá hafi hann verið kjörinn varamaður í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður vegna þinkosninga í fyrra. Þá er tekið fram að Þorsteinn hafi setið í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar og enn fremur hafi hann víðtæka reynslu af félagsstörfum þar sem hann hafi gegnt forystustörfum frá unglingsárum. Þá er bent á að Þorsteinn hafi átta ára reynslu þar sem reynt hafi á lögfræðiþekkingu. Hann hafi sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra öðlast reynslu af stjórnun og skipulagningu starfa. Starf aðstoðarmanns ráðherra reyni á allar hliðar lögfræði og veiti góða innsýn í störf ríkisstjórnar ríkisstjórnar og Alþingis. „Hann hefur í störfum sínum hlotið ágæta þekkingu á íslensku réttarfari og hefur sem aðstoðarmaður dómara góða innsýn í iðkun þess," segir enn fremur í rökstuðningi ráðherra. Þá er tekið fram að af meðmælum umsagnaraðila megi ráða að Þorsteinn sé ágætur íslenskumaður, eigi auðvelt með að setja fram skýran lögfræðilegan texta og hafi góðan hæfileika til þess að greina aðalatriði frá aukaatriðum.Rökstuðninginn í heild sinni má sjá hér að neðan. Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra tínir til setu Þorsteins Davíðssonar í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar á vegum Reykjavíkurborgar sem eina af röksemdum sínum fyrir skipun hans í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands. Veigamestu rökin eru þó þau að Þorsteinn hafi fjölbreytta reynslu og þekkingu, ekki síst vegna starfa sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra um rúmlega fjögurra ára skeið, og það geri hann að hæfasta umsækjandanum um starfið. Eins og kunnugt er skipaði Árni, sem var settur dómsmálaráðherra í málinu, Þorstein Davíðsson héraðsdómara skömmu fyrir jól. Þrír umsækjendur um stöðuna voru samkvæmt lögbundinni matsnefnd metnir hæfari en Þorsteinn. Tveir þeirra fóru fram á rökstuðning ráðherra vegna málsins og hefur hann nú borist þeim. Í honum kemur meðal annars fram að Þorsteinn hafi lokið laganámi með 1. einkunn og hann hafi hlotið réttindi til málflutningis fyrir héraðsdómi árið 2005. Þorsteinn hafi verið aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykajvíkur frá 2000-2003 og aðstoðarmaður Björn Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra á árunum 2003-2007. Bent er á að Þorsteinn hafi gegnt veigamiklum nefndarstörfum á vegum hins opinbera og meðal annars setið í samstarfshópi um löggæslumál í Reykjavík, í innflytjendaráði og flóttamannaráði. Þá hafi hann verið kjörinn varamaður í yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður vegna þinkosninga í fyrra. Þá er tekið fram að Þorsteinn hafi setið í dómnefnd Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar og enn fremur hafi hann víðtæka reynslu af félagsstörfum þar sem hann hafi gegnt forystustörfum frá unglingsárum. Þá er bent á að Þorsteinn hafi átta ára reynslu þar sem reynt hafi á lögfræðiþekkingu. Hann hafi sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra öðlast reynslu af stjórnun og skipulagningu starfa. Starf aðstoðarmanns ráðherra reyni á allar hliðar lögfræði og veiti góða innsýn í störf ríkisstjórnar ríkisstjórnar og Alþingis. „Hann hefur í störfum sínum hlotið ágæta þekkingu á íslensku réttarfari og hefur sem aðstoðarmaður dómara góða innsýn í iðkun þess," segir enn fremur í rökstuðningi ráðherra. Þá er tekið fram að af meðmælum umsagnaraðila megi ráða að Þorsteinn sé ágætur íslenskumaður, eigi auðvelt með að setja fram skýran lögfræðilegan texta og hafi góðan hæfileika til þess að greina aðalatriði frá aukaatriðum.Rökstuðninginn í heild sinni má sjá hér að neðan.
Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira