Innlent

Von á reglum um gjafir til ráðamanna

Í kjölfar þeirra fregna að Landsbankinn hafi gefið ráðherrum ríkisstjórnarinnar rauðvínsflösku í jólagjöf sendi fréttastofa Stöðvar 2 fyrirspurn til allra ráðherra. Óskað var eftir upplýsingum um hvaða gjafir frá einkafyrirtækjum hefðu borist ráðherrum/ráðuneytum frá árinu 2006.

Sameiginlegt svar barst frá öllum ráðherrum í gegnum aðstoðarmann forsætirsráðherra og þar segir að:

Nokkuð sé um að ráðherrar fái í árslok gjafir frá ýmsum aðilum, meðal annars bækur, osta, vínflöskur, konfekt o. þ. u. l. sem hefur takmarkað verðgildi. Ekki eru til reglur um móttöku slíkra gjafa heldur er það eftirlátið dómgreind þeirra sem í hlut eiga, bæði gefanda og þiggjenda.

Í samtali við fréttastofu sagði Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, ráðherrana hlynnta því að settar verði siðareglur enda komi það fram í stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, að ráðherrum, alþingismönnum og stjórnsýslu ríkisins verði settar siðareglur.

Gréta segir að vinna sé hafin við samningu reglnanna og þær verði settar á þessu kjörtímabili. Þá sé einnig í skoðun að setja reglur um verðmæti gjafa sem ráðamenn gefa - og þiggja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×