Framboð Ástþórs sagt nauðgun á lýðræðinu í landinu 4. janúar 2008 11:28 Þórunn Guðmunsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður, segir að framboð Ástþórs Magnússonar til forseta sé nauðgun á lýðræðinu í landinu. Þórunn segir í samtali við Vísi að eftir síðustu forsetakosningar árið 2004 hafi sér verið svo ofboðið að hún sendi dómsmálaráðherra bréf um kosningarnar. Í bréfi þessu segir m.a. að hún vilji taka hjartanlega undir með þeim sem hafa bent á að fjölga þurfi meðmælendum forsetaefna. Einnig sé hálf önugt að hlutfall meðmælenda skuli vera eftir landsfjórðungum en ekki kjördæmum. Megnið af bréfinu er hins vegar hörð gagnrýni á vinnubrögð Ástþórs og stuðningsmanna hans við að afla meðmælenda. Meðal annars nefnir Þórunn sem dæmi að meðmælalistar Ástþórs hafi ekki verið allir eins. Á einum þeirra hafi verið texti efst um að forsetinn ætti að gegna forystuhlutverki í friðarmálum heims. Undir þessari yfirlýsingu var svo með mun smærra letri texti um að viðkomandi mælti með framboði Ástþórs. Síðan segir í bréfinu að eftir að vottorð yfirkjörstjórnar var gefið út: „hafði samband við mig fólk, sem sagði mér að það hefði skrifað undir þessa lista og taldi sig vera að samþykkja friðarboðskap, en ekki að mæla með framboði Ástþórs Magnússonar. Auðvitað ber hver og einn ábyrgð á því sem hann skrifar undir, en ég tel að gera þurfi ákveðnar kröfur til meðmælendalistanna, þannig að kjósendur láti ekki blekkjast." Þórunn segir í samtali við Vísi að það sé löngu orðið tímabært að endurskoða lög og reglur um forsetakosningarnar. „Árið 1944 þegar lögin voru sett og ákveðið að meðmælendur yrðu 1.500 talsins var þjóðin helmingi fámennari en nú er," segir Þórunn. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Þórunn Guðmunsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður, segir að framboð Ástþórs Magnússonar til forseta sé nauðgun á lýðræðinu í landinu. Þórunn segir í samtali við Vísi að eftir síðustu forsetakosningar árið 2004 hafi sér verið svo ofboðið að hún sendi dómsmálaráðherra bréf um kosningarnar. Í bréfi þessu segir m.a. að hún vilji taka hjartanlega undir með þeim sem hafa bent á að fjölga þurfi meðmælendum forsetaefna. Einnig sé hálf önugt að hlutfall meðmælenda skuli vera eftir landsfjórðungum en ekki kjördæmum. Megnið af bréfinu er hins vegar hörð gagnrýni á vinnubrögð Ástþórs og stuðningsmanna hans við að afla meðmælenda. Meðal annars nefnir Þórunn sem dæmi að meðmælalistar Ástþórs hafi ekki verið allir eins. Á einum þeirra hafi verið texti efst um að forsetinn ætti að gegna forystuhlutverki í friðarmálum heims. Undir þessari yfirlýsingu var svo með mun smærra letri texti um að viðkomandi mælti með framboði Ástþórs. Síðan segir í bréfinu að eftir að vottorð yfirkjörstjórnar var gefið út: „hafði samband við mig fólk, sem sagði mér að það hefði skrifað undir þessa lista og taldi sig vera að samþykkja friðarboðskap, en ekki að mæla með framboði Ástþórs Magnússonar. Auðvitað ber hver og einn ábyrgð á því sem hann skrifar undir, en ég tel að gera þurfi ákveðnar kröfur til meðmælendalistanna, þannig að kjósendur láti ekki blekkjast." Þórunn segir í samtali við Vísi að það sé löngu orðið tímabært að endurskoða lög og reglur um forsetakosningarnar. „Árið 1944 þegar lögin voru sett og ákveðið að meðmælendur yrðu 1.500 talsins var þjóðin helmingi fámennari en nú er," segir Þórunn.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira