Viðskipti innlent

Tekur hálft ár fyrir kreppuna að jafna sig

Björgóflur Thor Björgólfsson
Björgóflur Thor Björgólfsson

„Ég held að ástandið á alþjóðamörkuðum muni ráða því hvernig þetta fer hér á Íslandi," sagði Björgólfur Thor Björgólfsson í Kastljósi Sjónvarpsins nú fyrir stundu.

Þar var Björgólfur í viðtali hjá Sigmari Guðmundssyni og lagði hann áherslu á að Ísland væri ekki lengur sér á parti heldur væri viðskiptalíf okkar samtvinnað við banka úti í heimi og stórfyrirtækja á alþjóðamörkuðum. „Ég held að sú kreppa sem nú er í gangi muni ekki jafna sig fyrr en eftir að minnsta kosti hálft ár. Þá tel ég að það muni hægjast mjög mikið á öllu hér heima og erlendis."

Björgólfur sagðist einnig vera mikiði á móti því að Ísland gengi í Evrópusambandið og nefndi þar vandamál tengd hinu mikla skrifræði í Brussel. Einnig kom fram í máli hans að íslenska krónan er ekki í miklu uppáhaldi hjá honum.

„Þeir sem eru að kaupa krónuna og halda henni uppi eru spákaupmenn vestan hafs. Það eru vogunarsjóðir sem eiga mest undir í krónunni og þeir hafa engra hagsmuna að gæta. Ég hef áhyggur af því og einnig að það eru fáir íslenskir þættir sem hafa áhrif á verðmyndun krónunnar. Þessi lausafjárþurrð sem er í gangi hefur áhrif á vogunarsjóðina og þá þurfa þeir að selja eignir sem hefur áhrif á krónuna," sagði Björgólfur.

Hann sagði að íslendingar mættu ekki við því að krónan myndi falla. „Við eigum bara að taka gjaldeyrisáhættuna út og láta fólk einbeita sér frekar að rekstrarumhverfinu." Björgólfur vill taka upp evru eða svissneska franka en hann telur Seðlabankann þar í landi einn hæfasta Seðlabanka í heimi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×