Innlent

Hefur pabbi þinn farið á Vog?

Þórarinn Tyrfingsson
Þórarinn Tyrfingsson

Ef þú ert karlmaður þá eru 50% líkur á því að þú komir á Vog fyrir sjötugt ef faðir þinn hefur farið í meðferð á Vogi.

Þetta kom fram hjá Þórarni Tyrfingssyni yfirlækni á Vogi í fréttum Sjónvarpsins nú í kvöld. Þar talaði Þórarinn um mikilvægi þess að fjölskyldan geri sér grein fyrir áfengisvandamálum og hagi lífi sínu í samræmi við það.

Þórarinn og Dagur B. Eggertsson undirrituðu í dag samstarfssamning milli Reykjavíkurborgar og SÁÁ. Markmið samningsins er m.a. að auka forvarnarstarf, bæta þjónustu við áfengis- og vímuefnasjúklinga og efla tengsl meðferðaraðila og velferðarþjónustu.

Samkvæmt samningnum kaupir Reykjavíkurborg þjónustu af SÁÁ fyrir samtals 55 milljónir króna á næstu þremur árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×