Innlent

Ragnar Magnússon átti alla bílana sem brunnu

Ragnar Magnússon.
Ragnar Magnússon.

Ragnar Magnússon, eigandi Kaffi Ólívers og fleiri skemmtistaða í Reykjavík átti alla bílana sem brunni í Vogum í nótt. Hann segist hafa orðið fyrir að minnsta kosti 70 milljóna króna tjóni en tveir bílanna voru safngripir. Hann segir einnig rangt að Annþór Karlsson hafi verið með bílana í sinni vörslu en bílarnir hafi verið á leiðinni í þrif hjá félaga Ragnars sem er með aðstöðu í Hafnargötu til bílaþrifa.

Eins og sjá má er tjónið gríðarlegt.MYND/Sverrir

„Ég átti þá alla," segir Ragnar í samtali við Vísi. „Félagi minn er þarna með aðstöðu til að þrífa bíla og þessvegna voru þeir þarna." Ragnar segir að safngripir hafi verið á meðal hinna brunnu bíla. „Þarna voru til dæmis einn Prowler og Dodge Charger, en af honum voru bara framleidd þúsund eintök. Ég hugsa að tjónið sé um 70 milljónir." Einnig urðu Hummer, þrír BMW bílar og Benz jeppi eldinum að bráð auk fleiri tækja.

Ragnar segist ekki viss hvernig tryggingamálum hafi verið háttað. „En ég held að þetta hafi allt verið í Kaskó."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×