Innlent

Unnið hörðum höndum að viðgerð á Herjólfi

Unnið er hörðum höndum að því að lagfæra leka í skrúfubúnaði Vestmannaeyjaferjunnar Herljólfs til þess að hún komist sem fyrst í áætlun aftur.

Eftir að Herjólfur komst loks til Þorlákshafnar í gær, eftir tafir á brottför vegna óveðurs, var skipinu siglt til Hafnarfjarðar þar sem það var tekið í stærri flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar.

Þegar var hafist handa og er stefnt að því að viðgerð ljúki jafnvel í kvöld, en annars á morgun, þannig að skipið hefji fyrstu áætlunarsiglingu frá Þorlákshöfn í hádeginu á föstudag.

Það brúar bilið að nokkru að einhver fossinn frá Eimskip kemur við í Eyjum á útleið á morgun með vörur sem ella hefðu komið með Herjólfi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×