Viðskipti innlent

Hannes fær 60 milljónir í starfslokasamning

Hannes Smárason lýkur keppni hjá FL Group með 60 milljónir upp á vasann.
Hannes Smárason lýkur keppni hjá FL Group með 60 milljónir upp á vasann.

Hannes Smárason, fráfarandi forstjóri FL Group, fær 60 milljónir króna í starfslokasamning frá félaginu. Hannes hefur verið forstjóri félagsins síðan í október 2005 þegar Ragnhildur Geirsdóttir hætti. Þar á undan var hann starfandi stjórnarformaður frá árinu 2004.

Hannes var með rétt rúmar fjórar milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu FL Group 2006. Heimildir Vísis herma að hann fái greidda fimmtán mánuði í starfslok sem gera rétt um 60 milljónir.

Um leið og Hannes lætur forstjórastarfið af hendi til Jóns Sigurðssonar þá heldur hann áfram starfi sínu sem stjórnarformaður Geysir Green Energy. Þar hyggst Hannes kaupa 23% hlut af FL Group og verða stærsti hluthafinn. Hann er einnig, eins og sakir standa, næststærsti hluthafi FL Group með 13,7% hlut.

Athygli vekur að Hannes er aðeins hálfdrættingur á við fyrirrennara sinn Ragnhildi Geirsdóttur sem fékk 130 milljónir frá FL Group eftir að hafa setið á forstjórastóli í fimm mánuði.

 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×