Innlent

Til hamingju Ísland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrjúhundruð þúsundasti Íslendingurinn fæddist í fyrra. Það ætti ekki að væsa um hann frekar en aðra Íslendinga.
Þrjúhundruð þúsundasti Íslendingurinn fæddist í fyrra. Það ætti ekki að væsa um hann frekar en aðra Íslendinga.

Ísland hefur náð forystunni af Noregi á lista yfir þau ríki sem best þykir að búa í, samkvæmt þróunarstuðli sem birtist í árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í dag. Ísland trónir því á toppnum. Þau ríki sem raða sér í efstu fimm sætin eru Ísland, Noregur, Ástralía, Kanada og Írland. Bandaríkin detta úr áttunda sæti í það tólfta. Þau 22 ríki sem eru á botninum eru öll í Afríku og er Sierra Leone á botninum. Í þessum ríkjum er mikil fátækt og alnæmi algengt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×