Blogg blaðamanns ekki brotlegt við siðareglur Andri Ólafsson skrifar 26. nóvember 2007 20:43 Rannveig Rist kærði blaðamann til siðanefndar vegna bloggfærslu sem hún telur hann hafa skrifað. Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands(BÍ) hefur vísað frá kæru Rannveigar Rist, forstjóra Alcan sem kærði Þórð Snæ Júlíussn, blaðamann 24 stunda, fyrir bloggfærslu sem birt var í febrúar á þessu ári. Þetta er í fyrsta skipti sem siðnefndin fæst við mál er varðar bloggskrif blaðamanna. Blaðamanninum sjálfum var ókunnugt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni fyrr en blaðamaður Vísis ætlaði að fá hjá honum viðbrögð við úrskurðinum. Rannveig kærði Þórð Snæ fyrir bloggfærslu sem birtist á bloggsíðunni thessarelskur.blogspot.com. Í færslu sem birtist þar, og var eignuð bloggara að nafni "Þýska stálið" er Rannveig bendluð við eiturlyfjaneyslu auk þess sem hún er sögð "daðra við að vera þroskaheft". Undir sömu færslu er að finna mynd af kæranda þar sem hún sker sneið af tertu. Þar segir orðrétt í myndatexta: "Álfrúin sker sér sneið af contalgen tertu". Nafn Þórðar Snæs var ekki að finna við bloggfærsluna en Rannveig Rist telur hinsvegar víst að það sé Þórður Snær sem beri ábyrgð á skrifunum. Hún staðhæfir að Þórður noti auðkennið "Þýska stálið" þegar hann bloggi á síðunni. Siðanefndin vísaði málinu frá á þeim forsendum að hin kærðu skrif hafi verið sett fram sem persónuleg skoðun eða tjáning sem blaðamaðurinn eigi lögverndaðan rétt til. Siðanefndin sér ástæðu til að taka fram að blaðamaðurinn beri ábyrgð á skrifunum og verði að svara til saka fyrir þau eftir atvikum, án þess að þau tengist beint störfum hans sem blaðamanns. Þórður Snær Júlíusson kom af fjöllum í kvöld þegar Vísir ætlaði að bera undir hann úrskurð siðanefndarinnar. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að þetta mál og þessi bloggfærsla væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni. Hann sagði að fjölmargir aðilar skrifuðu á umrædda síðu og einkennilegt væri að honum væri eignuð hin umdeildu skrif um Rannveigu Rist. Þórður sagði að hvorki Rannveig Rist, né lögmaður hennar, hefðu sett sig í samband við hann vegna málsins. Hann bætti því við að sér hefði þótt það eðlilegt að sér hefði verið tilkynnt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá BÍ. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands(BÍ) hefur vísað frá kæru Rannveigar Rist, forstjóra Alcan sem kærði Þórð Snæ Júlíussn, blaðamann 24 stunda, fyrir bloggfærslu sem birt var í febrúar á þessu ári. Þetta er í fyrsta skipti sem siðnefndin fæst við mál er varðar bloggskrif blaðamanna. Blaðamanninum sjálfum var ókunnugt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni fyrr en blaðamaður Vísis ætlaði að fá hjá honum viðbrögð við úrskurðinum. Rannveig kærði Þórð Snæ fyrir bloggfærslu sem birtist á bloggsíðunni thessarelskur.blogspot.com. Í færslu sem birtist þar, og var eignuð bloggara að nafni "Þýska stálið" er Rannveig bendluð við eiturlyfjaneyslu auk þess sem hún er sögð "daðra við að vera þroskaheft". Undir sömu færslu er að finna mynd af kæranda þar sem hún sker sneið af tertu. Þar segir orðrétt í myndatexta: "Álfrúin sker sér sneið af contalgen tertu". Nafn Þórðar Snæs var ekki að finna við bloggfærsluna en Rannveig Rist telur hinsvegar víst að það sé Þórður Snær sem beri ábyrgð á skrifunum. Hún staðhæfir að Þórður noti auðkennið "Þýska stálið" þegar hann bloggi á síðunni. Siðanefndin vísaði málinu frá á þeim forsendum að hin kærðu skrif hafi verið sett fram sem persónuleg skoðun eða tjáning sem blaðamaðurinn eigi lögverndaðan rétt til. Siðanefndin sér ástæðu til að taka fram að blaðamaðurinn beri ábyrgð á skrifunum og verði að svara til saka fyrir þau eftir atvikum, án þess að þau tengist beint störfum hans sem blaðamanns. Þórður Snær Júlíusson kom af fjöllum í kvöld þegar Vísir ætlaði að bera undir hann úrskurð siðanefndarinnar. Hann sagðist ekki hafa haft hugmynd um að þetta mál og þessi bloggfærsla væri til umfjöllunar hjá siðanefndinni. Hann sagði að fjölmargir aðilar skrifuðu á umrædda síðu og einkennilegt væri að honum væri eignuð hin umdeildu skrif um Rannveigu Rist. Þórður sagði að hvorki Rannveig Rist, né lögmaður hennar, hefðu sett sig í samband við hann vegna málsins. Hann bætti því við að sér hefði þótt það eðlilegt að sér hefði verið tilkynnt um að mál er hann varðaði væri til umfjöllunar hjá BÍ.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira