Innlent

Meintir nauðgarar eiga að baki dóma í Litháen

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur Litháum sem grunaðir eru um hrottafengna nauðgun í miðborg Reykjavíkur fyrr í mánuðinum.

Mennirnir eru taldir hafa naugðað fertugri konu í húsasundi í mibænum en hún hafði hitt mennina á skemmtistað. Báðir eiga mennirnir að baki sakaferil í Litháen. Annar þeirra afplánaði tveggja ára fangelsisrefsingu fyrir þjófnað og fjögurra ára fangelsisrefsingu fyrir rán en hinn árs fangelsisrefsingu fyrir þjófnað og fjögurra og hálfs ár fangelsisrefsingu fyrir fjárkúgun.

Þykir lögreglu fram kominn rökstuddur grunur um naugðunina og því fór hún fram á gæsluvarðhald til 21. desember. Á það féllust bæði Héraðsdómur og Hæstiréttur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×