Fimm dýrustu lóðir höfuðborgarsvæðisins kosta 425 milljónir 21. nóvember 2007 12:31 Guðmundur Kristjánsson sægreifi keypti þetta hús fyrir 95 milljónir. Það er horfið í dag. Mjög hefur færst í vöxt að auðfólk kaupi einbýlishús á flottum lóðum, rífi þau og byggi ný glæsihýsi. Á undanförnum tveimur árum hafa fimm slíkar lóðir, þrjár á Seltjarnarnesi og tvær í Fossvoginum, gengið kaupum og sölum fyrir 425 milljónir. Þetta eru dýrustu einbýlishúsalóðir höfuðborgarinnar. Ofan á þessar tölur má bæta við kostnaði við niðurrif húsanna og förgun sem er um fimm milljónir eftir því sem heimildir Vísis herma. Síðan tekur við bygging nýju húsana. Menn, sem til þekkja í byggingaiðnaðinum, segja að ekki sé óvarlegt að áætla að fermetraverð við nýtt hús hjá auðfólki Íslands sé um 300 þúsund krónur. Það þýðir að 400 fermetra hús kostar um 120 milljónir í byggingu.1. Sæbraut 13, Seltjarnarnesi - 110 milljónirSæbraut 13 kostaði 110 milljónir og var rifið.Dýrasta lóðin er á Sæbraut 13 á Seltjarnarnesi. Þar keyptu hjónin Ingigerður Jónsdóttir og Jón Halldórsson 264 fermetra einbýlishús á fallegri sjávarlóð sumarið 2006 fyrir 110 milljónir. Húsið var rifið og nú er í byggingu rúmlega 400 fermetra glæsivilla á lóðinni.Áætlaður kostnaður: 235 milljónir2. Nesvegur 107, Seltjarnarnesi - 95 milljónirMarbakki, sem keypt vr fyrir 95 milljónir, heyrir nú sögunni til. Guðmundur Kristjánsson ætlar að reisa glæsivillu á sjávarlóðinni.SAMSETT MYNDÚtgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson, sem er aðaleigandi Brims, keypti húsið Marbakka á Seltjarnarnesi síðla árs 2005 fyrir 95 milljónir. Húsið þótti lengi eitt það reisulegasta í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins og stendur á stórglæsilegri 1200 fermetra sjávarlóð. Guðmundur hefur nýlokið við að rífa húsið með manni og mús og mun von bráðar hefjast handa við að byggja 500 fermetra glæsivillu þar sem engu verður til sparað.Áætlaður kostnaður: 250 milljónir3. Kvistaland 12, Reykjavík - 79 milljónirSvava Johansen og Björn Sveinbjörnsson ætla að rífa þetta hús í Kvistalandinu sem þau keyptu nýverið á 79 milljónir.SAMSETT MYNDSkötuhjúin Svava Johansen, einatt kennd við verslunina 17, og Björn Sveinbjörnsson keyptu nýlega lítið og sætt einbýlishús í Kvistalandi í Fossvoginum fyrir 79 milljónir. Svava og Björn hafa sótt um leyfi til að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Ekki er búist við því að húsið verði mikið stærra en 250 fermetrar enda hefð fyrir því að húsin í þessari götu séu svipuð að stærð.Áætlaður kostnaður: 159 milljónir4. Árland 1, Reykjavík - 70 milljónirSteingrímur Wernersson byggir glæsivillu í Árlandi 1 eftir að hafa keypt lóð og lítið hús fyrir 70 milljónirSAMSETT MYNDLyfjafræðingurinn Steingrímur Wernersson, sem er annar aðaleiganda fjárfestingafélagsins Milestone, keypti rúmlega 160 fermetra einbýlishús í Árlandi í Fossvoginum fyrir 70 milljónir seinni hluta ársins 2005. Steingrímur hefur rifið húsið og hefur síðan staðið í stappi við skipulagsyfirvöld um stærð á nýja húsinu. Loks kom byggingaleyfi og rís nú 500 fermetra hús hratt í Árlandinu.Áætlaður kostnaður: 220 milljónir5. Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi - 70 milljónirJón Sigurðsson keypti þetta hús á Unnarbraut á Seltjarnarnesi fyrir 70 milljónir. Það fær að fjúka á næstunni.SAMSETT MYNDJón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri FL Group, og kona hans Björg Fenger keyptu tæplega 300 fermetra tveggja íbúða hús á Unnarbraut 19 á Seltjarnarnesi fyrir 70 milljónir í sumar. Húsið stendur fremst í götunni með miklu sjávarútsýni. Það var klætt að utan fyrir skömmu en það hefur þó ekki hrætt Jón og Björg frá því að rífa húsið og byggja nýtt 400 fermetra einbýlishús.Áætlaður kostnaður: 190 milljónir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Mjög hefur færst í vöxt að auðfólk kaupi einbýlishús á flottum lóðum, rífi þau og byggi ný glæsihýsi. Á undanförnum tveimur árum hafa fimm slíkar lóðir, þrjár á Seltjarnarnesi og tvær í Fossvoginum, gengið kaupum og sölum fyrir 425 milljónir. Þetta eru dýrustu einbýlishúsalóðir höfuðborgarinnar. Ofan á þessar tölur má bæta við kostnaði við niðurrif húsanna og förgun sem er um fimm milljónir eftir því sem heimildir Vísis herma. Síðan tekur við bygging nýju húsana. Menn, sem til þekkja í byggingaiðnaðinum, segja að ekki sé óvarlegt að áætla að fermetraverð við nýtt hús hjá auðfólki Íslands sé um 300 þúsund krónur. Það þýðir að 400 fermetra hús kostar um 120 milljónir í byggingu.1. Sæbraut 13, Seltjarnarnesi - 110 milljónirSæbraut 13 kostaði 110 milljónir og var rifið.Dýrasta lóðin er á Sæbraut 13 á Seltjarnarnesi. Þar keyptu hjónin Ingigerður Jónsdóttir og Jón Halldórsson 264 fermetra einbýlishús á fallegri sjávarlóð sumarið 2006 fyrir 110 milljónir. Húsið var rifið og nú er í byggingu rúmlega 400 fermetra glæsivilla á lóðinni.Áætlaður kostnaður: 235 milljónir2. Nesvegur 107, Seltjarnarnesi - 95 milljónirMarbakki, sem keypt vr fyrir 95 milljónir, heyrir nú sögunni til. Guðmundur Kristjánsson ætlar að reisa glæsivillu á sjávarlóðinni.SAMSETT MYNDÚtgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson, sem er aðaleigandi Brims, keypti húsið Marbakka á Seltjarnarnesi síðla árs 2005 fyrir 95 milljónir. Húsið þótti lengi eitt það reisulegasta í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins og stendur á stórglæsilegri 1200 fermetra sjávarlóð. Guðmundur hefur nýlokið við að rífa húsið með manni og mús og mun von bráðar hefjast handa við að byggja 500 fermetra glæsivillu þar sem engu verður til sparað.Áætlaður kostnaður: 250 milljónir3. Kvistaland 12, Reykjavík - 79 milljónirSvava Johansen og Björn Sveinbjörnsson ætla að rífa þetta hús í Kvistalandinu sem þau keyptu nýverið á 79 milljónir.SAMSETT MYNDSkötuhjúin Svava Johansen, einatt kennd við verslunina 17, og Björn Sveinbjörnsson keyptu nýlega lítið og sætt einbýlishús í Kvistalandi í Fossvoginum fyrir 79 milljónir. Svava og Björn hafa sótt um leyfi til að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Ekki er búist við því að húsið verði mikið stærra en 250 fermetrar enda hefð fyrir því að húsin í þessari götu séu svipuð að stærð.Áætlaður kostnaður: 159 milljónir4. Árland 1, Reykjavík - 70 milljónirSteingrímur Wernersson byggir glæsivillu í Árlandi 1 eftir að hafa keypt lóð og lítið hús fyrir 70 milljónirSAMSETT MYNDLyfjafræðingurinn Steingrímur Wernersson, sem er annar aðaleiganda fjárfestingafélagsins Milestone, keypti rúmlega 160 fermetra einbýlishús í Árlandi í Fossvoginum fyrir 70 milljónir seinni hluta ársins 2005. Steingrímur hefur rifið húsið og hefur síðan staðið í stappi við skipulagsyfirvöld um stærð á nýja húsinu. Loks kom byggingaleyfi og rís nú 500 fermetra hús hratt í Árlandinu.Áætlaður kostnaður: 220 milljónir5. Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi - 70 milljónirJón Sigurðsson keypti þetta hús á Unnarbraut á Seltjarnarnesi fyrir 70 milljónir. Það fær að fjúka á næstunni.SAMSETT MYNDJón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri FL Group, og kona hans Björg Fenger keyptu tæplega 300 fermetra tveggja íbúða hús á Unnarbraut 19 á Seltjarnarnesi fyrir 70 milljónir í sumar. Húsið stendur fremst í götunni með miklu sjávarútsýni. Það var klætt að utan fyrir skömmu en það hefur þó ekki hrætt Jón og Björg frá því að rífa húsið og byggja nýtt 400 fermetra einbýlishús.Áætlaður kostnaður: 190 milljónir
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira