Innlent

Fleiri skjálftar á Selfossi

Skjálftinn fannst vel á Selfossi.
Skjálftinn fannst vel á Selfossi.

Jörð hefur skolfið á Selfossi í kvöld en klukkan 21.40 hófst önnur hrina þar sem stærsti skjálftinn var 3 á Richter. Fleiri skjálftar, litlu minni fylgdu strax í kjölfarið. Fyrri skjálftahrinan hófst um klukkan sjö í kvöld í nágrenni við Selfoss og Þorlákshöfn. Um er að ræða tíu skjálfta, stærsti skjálftinn á þessu svæði var upp á 2,7 á Richter. Skjáltarnir eru grunnir og fundust því mjög vel á Selfossi og nágrenni.

„Skjálftarnir eiga sér stað vegna spennu í tengslum við flekahreyfingar," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur. „Það má búast við áframhaldandi óóra á svæðinu en að svo stöddu eru ekki horfur á að um stærri skjálfta verði að ræða."

Fyrr í kvöld varð skjálfti upp á 4 á Richter suðvestur af Gróttu og er ekki ólíklegt að hann hafi komið af stað þessum skjálftum á Suðurlandi. Fólk þusti út á götur í Selfossi og var mjög brugðið en skjálftar eru mjög algengir á þessu svæði. Einn íbúi sagði að leirtau í skápum hafi skulfið og myndir á veggjum hafi skekkst.

Ástæða þess að skjálftarnir fundust svona vel er sú að upptök þeirra voru nálægt yfirborði jarðarinnar. „Skjálftarnir eru á þetta 200 metra og niður á 1000 metra dýpi og þess vegna finna menn svona vel fyrir þeim, sérstaklega þeim grynnstu," segir Sigurður.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×