Innlent

Hnífamaður handtekinn

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn eftir hádegi í dag grunaður um að hafa lagt til vinnufélaga síns með hnífi í gærkvöld. Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, er starfsmaður við Hellisheiðarvirkjun.

Hann er nú vistaður í fangaklefa í Reykjavík og bíður þess að af honum verði tekin skýrsla. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins en samkvæmt upplýsingum þaðan verður ekki farið fram á að maðurinn verði úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Fórnarlamb hans hlaut áverka á læri og kálfa. Því blæddi mjög, en betur fór en á horfðist og eftir að gert hafði verið að sárum mannsins á sjúkrahúsi var hann útskrifaður.

Bæði árásarmaðurinn og fórnarlambið munu hafa verið ölvaðir þegar árásin átti sér stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×