Lífið

Vilja engar brúðkaupsgjafir

Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa stofnað sjóð sem veislugestir eru hvattir að gefa í.
Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa stofnað sjóð sem veislugestir eru hvattir að gefa í.

Brúðkaup aldarinnar fer fram á morgun. Þá verða gefin saman Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir í Fríkirkjunni. Það er séra Hjörtur Magni sem gefur brúðhjónin saman en veislan verður haldin í Hafnarhúsinu.

Í Sirkus með Fréttablaðinu í dag kemur fram að brúðhjónin afþakki allar brúðkaupsgjafir. Í staðinn biðja þau fólk um að gefa í Sólarsjóðinn sem er góðgerðarsjóður sem þau hafa stofnað. Tilgangur sjóðsins er að styrkja börn sem eiga um sárt að binda vegna langvarandi veikinda og aðstandendur þeirra. Í bréfinu sem barst til veislugesta segir meðal annars:

"Í þeim efnum hefur okkur meðal annars dottið í hug að kaupa mætti íbúðir í Reykjavík eða London, þar sem fjölskylda barnsins getur búið saman á meðan meðferð þess stendur."

Í Sirkus kemur fram að brúðhjónin leggi sjálf til stofnframlag sjóðsins. Sólarsjóðurinn mun ekki bara styðja við bakið á langveikum börnum heldur mun þungu fargi létt af veislugestum sem hafa margir hverjir misst svefn út af brúðargjafakaupum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×