Eins og að stela DVD úr verslun Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 7. nóvember 2007 11:55 Kristjana Thors Brynjólfsdóttir dagskrárstjóri Skjás eins segir ólöglegt niðurhal koma sér mjög illa og hafa áhrif á auglýsingatekjur. Þeir sem standa í ólöglegum skráarskiptum á netinu og hlaða niður íslenskum sjónvarpsþáttum eru rekjanlegir, rétt eins og þeir sem kaupa barnaklám á netinu. Fólk áttar sig oft ekki á því að þátttaka og viðskipti við starfsemi af þessu tagi getur verið afbrot í sjálfu sér. Þetta segir Ari Edwald forstjóri 365 miðla um ólöglegt niðurhal myndefnis á netinu. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa framleiðendur myndefnis og tónlistar kært Svavar Lúthersson eiganda Istorrent vefsins þar sem hægt er að hala niður myndum og tónlist á ólögmætan hátt. „Þetta er hliðstætt því að fólk fari inn í myndbandaverslun, taki sér DVD disk og gangi með hann út án þess að borga," segir Tómas Þorvaldsson lögmaður og bætir við að menn verði af verulegum tekjum sem annars rynnu til menningarstarfsemi. Vinsælasta efnið á torrent.is er Næturvaktin á Stöð 2. „Þetta er 100 prósent íslenskt efni og Stöðin hefur lagt mikinn metnað í að þessa dýru framleiðslu," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi. "Það er verið að sækja þetta í þúsundum eintaka á vefnum örfáum mínútum eftir sýningu þáttarins í sjónvarpi." Tómas segir að upphaflega hafi bréf verið sent til Svavars í október á síðasta ári og hann beðinn að láta af þessari dreifingu þar sem um ólögmæta háttsemi væri að ræða. Svavar hafi ekki orðið við þeim tilmælum og því hafi bréfinu verið fylgt eftir með kæru snemma á þessu ári. „Við krefjumst þess að hann verði sóttur til saka fyrir þessa háttsemi," segir Tómas; „Þetta er geysilega umfangsmikil starfsemi og hundruð ef ekki þúsundir titla í gangi."Gríðarlegt tjónSjónvarpsstöðvar, kvikmyndahús og myndframleiðendur verða fyrir gríðarlegu tjóni af þessum sökum. Vinsælir íslenskir sjónvarpsþættir fara í ólöglega dreifingu einungis örfáum mínútum eftir að sýningu þeirra lýkur í sjónvarpi.„Fólk skilur hreinlega ekki samhengið á milli þess að framleiðendur missi tekjur og geti þar af leiðandi ekki framleitt meira efni," segir Kristín Atladóttir stjórnarmaður í Framleiðendafélagi Sambands Íslenskra kvikmyndaframleiðenda.Með ólöglegu niðurhali missa höfundar af höfundaréttargreiðslum fyrir efni sitt. Sjónvarpssöðvar og kvikmyndahús missa áskrifendur og aðgangseyri. Þá er möguleikinn á sölu efnisins á DVD hverfandi ef efnið hefur náð dreifingu á netinu.Ókeypis sjónvarpsstöðvar"Það er mikill og útbreiddur misskilningur að ókeypis sjónvarpsstöðvar eins og Skjár einn verði ekki fyrir fjárhagstjóni af þessum ástæðum," segir Snæbjörn. Greitt er fyrir auglýsingar eftir áhorfi og þá gefur auga leið að auglýsingatekjur minnka í kringum erlenda þætti sem dreift hefur verið um netið.Kristjana Thors Brynjólfsdóttir dagskrárstjóri Skjás eins segir niðurhalið koma sér mjög illa fyrir Skjáinn þar sem hann sé algjörlega háður auglýsingasölu. Stefna stöðvarinnar sé að koma erlendu efni sem fyrst til áhorfenda til að lágmarka niðurhal á erlendum þáttum sem eru hvað mest í niðurhali.Refsiheimildir þarf að herða„Það er mikið alvöruefni ef fólki finnst engin ástæða til að greiða áskriftargjald sjónvarpsstöðva af því þeir geta stolið þessu," segir Snæbjörn og bætir við að ekki allir geri sér grein fyrir að þetta sé þjófnaður; „það gera hins vegar mennirnir sem reka þessar síður."Ari Edwald segir enga heildartölu til um tjónið. Nákvæmar tölur um umfang og hversu mikið það komi niður á áskriftum séu ekki til.„Meinsemd þessara afbrota er miklu víðtækari en að valda Stöð2 tekjutapi, " segir Ari; „laun og atvinna fólksins er í húfi." Innlend dagskrárgerð er dýrasta efni sem stöðin leggur í. "Hún byggir á því að afbrotamenn geti ekki gengið inn á skítugum skónum og stolið öllu saman."Hann segir alltof litla meðvitund um alvarleika þessara brota, bæði hjá almenningi og af hálfu yfirvalda.Því voru viðmælendur Vísis sammála. Refsiheimildir og aðgerðir lögreglu þurfi að herða til mikilla muna til að komast fyrir þessa ólöglegu starfsemi. Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þeir sem standa í ólöglegum skráarskiptum á netinu og hlaða niður íslenskum sjónvarpsþáttum eru rekjanlegir, rétt eins og þeir sem kaupa barnaklám á netinu. Fólk áttar sig oft ekki á því að þátttaka og viðskipti við starfsemi af þessu tagi getur verið afbrot í sjálfu sér. Þetta segir Ari Edwald forstjóri 365 miðla um ólöglegt niðurhal myndefnis á netinu. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa framleiðendur myndefnis og tónlistar kært Svavar Lúthersson eiganda Istorrent vefsins þar sem hægt er að hala niður myndum og tónlist á ólögmætan hátt. „Þetta er hliðstætt því að fólk fari inn í myndbandaverslun, taki sér DVD disk og gangi með hann út án þess að borga," segir Tómas Þorvaldsson lögmaður og bætir við að menn verði af verulegum tekjum sem annars rynnu til menningarstarfsemi. Vinsælasta efnið á torrent.is er Næturvaktin á Stöð 2. „Þetta er 100 prósent íslenskt efni og Stöðin hefur lagt mikinn metnað í að þessa dýru framleiðslu," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi. "Það er verið að sækja þetta í þúsundum eintaka á vefnum örfáum mínútum eftir sýningu þáttarins í sjónvarpi." Tómas segir að upphaflega hafi bréf verið sent til Svavars í október á síðasta ári og hann beðinn að láta af þessari dreifingu þar sem um ólögmæta háttsemi væri að ræða. Svavar hafi ekki orðið við þeim tilmælum og því hafi bréfinu verið fylgt eftir með kæru snemma á þessu ári. „Við krefjumst þess að hann verði sóttur til saka fyrir þessa háttsemi," segir Tómas; „Þetta er geysilega umfangsmikil starfsemi og hundruð ef ekki þúsundir titla í gangi."Gríðarlegt tjónSjónvarpsstöðvar, kvikmyndahús og myndframleiðendur verða fyrir gríðarlegu tjóni af þessum sökum. Vinsælir íslenskir sjónvarpsþættir fara í ólöglega dreifingu einungis örfáum mínútum eftir að sýningu þeirra lýkur í sjónvarpi.„Fólk skilur hreinlega ekki samhengið á milli þess að framleiðendur missi tekjur og geti þar af leiðandi ekki framleitt meira efni," segir Kristín Atladóttir stjórnarmaður í Framleiðendafélagi Sambands Íslenskra kvikmyndaframleiðenda.Með ólöglegu niðurhali missa höfundar af höfundaréttargreiðslum fyrir efni sitt. Sjónvarpssöðvar og kvikmyndahús missa áskrifendur og aðgangseyri. Þá er möguleikinn á sölu efnisins á DVD hverfandi ef efnið hefur náð dreifingu á netinu.Ókeypis sjónvarpsstöðvar"Það er mikill og útbreiddur misskilningur að ókeypis sjónvarpsstöðvar eins og Skjár einn verði ekki fyrir fjárhagstjóni af þessum ástæðum," segir Snæbjörn. Greitt er fyrir auglýsingar eftir áhorfi og þá gefur auga leið að auglýsingatekjur minnka í kringum erlenda þætti sem dreift hefur verið um netið.Kristjana Thors Brynjólfsdóttir dagskrárstjóri Skjás eins segir niðurhalið koma sér mjög illa fyrir Skjáinn þar sem hann sé algjörlega háður auglýsingasölu. Stefna stöðvarinnar sé að koma erlendu efni sem fyrst til áhorfenda til að lágmarka niðurhal á erlendum þáttum sem eru hvað mest í niðurhali.Refsiheimildir þarf að herða„Það er mikið alvöruefni ef fólki finnst engin ástæða til að greiða áskriftargjald sjónvarpsstöðva af því þeir geta stolið þessu," segir Snæbjörn og bætir við að ekki allir geri sér grein fyrir að þetta sé þjófnaður; „það gera hins vegar mennirnir sem reka þessar síður."Ari Edwald segir enga heildartölu til um tjónið. Nákvæmar tölur um umfang og hversu mikið það komi niður á áskriftum séu ekki til.„Meinsemd þessara afbrota er miklu víðtækari en að valda Stöð2 tekjutapi, " segir Ari; „laun og atvinna fólksins er í húfi." Innlend dagskrárgerð er dýrasta efni sem stöðin leggur í. "Hún byggir á því að afbrotamenn geti ekki gengið inn á skítugum skónum og stolið öllu saman."Hann segir alltof litla meðvitund um alvarleika þessara brota, bæði hjá almenningi og af hálfu yfirvalda.Því voru viðmælendur Vísis sammála. Refsiheimildir og aðgerðir lögreglu þurfi að herða til mikilla muna til að komast fyrir þessa ólöglegu starfsemi.
Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira