Lögreglan klúðraði morðinu á Laugalæk Breki Logason skrifar 6. nóvember 2007 11:36 Þorsteinn Bergmann Einarsson hefur gefið út bók um morðið á Laugalæk. „Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. Á föstudaginn fyrir helgi kom út bókin Morðið á Laugalæk eftir Þorstein sem Skrudda gefur út. Þorsteinn hefur ekki áður gefið út bók af þessu tagi en segist hafa fengið áhuga á málinu ungur. Hann starfaði á Alþýðublaðinu árið 1968 þegar málið kom upp en missti af öllum eftirmálunum þar sem hann flutti erlendis. „Lögreglan gerir mistök í upphafi rannsóknarinnar sem gerir það að verkum að þetta dregst á langinn. Það eru líka margir sem flækjast í þetta," segir Þorsteinn. „Því var haldið fram að Gunnar stundaði lánastarfsemi en það var ekki satt. Þetta var góður drengur sem var ofur feitur en það var ekki algengt í þá daga. Hann kom aldrei nálægt neinni lánastarfsemi og það var aldrei neitt sannað." Fyrir þá sem ekki þekkja morðið á Laugalæk þá var leigubílstjóri myrtur árið 1968 með mjög sjaldgæfri byssu en morðingi mannsins hefur aldrei fundist. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og málið er eitt af dularfullustu morðum íslandssögunnar. „Byssan fannst ári seinna og þá var maður hnepptur í varðhald. Hann var yfirheyrður og settur í einangrun. Hann varð margsaga í málinu og var síðan sýknaður. Ástæðan var einfaldlega sú að það voru engar sannanir fyrir hendi." „Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikla rannsókn lögreglu fundust aldrei neinar sannanir gegn þessum manni. Hann var samt ákærður fyrir morðið á Gunnari. Hann var síðan sýknaður af þeirri ákæru bæði í sakadómi og í hæstarétti. Hvað fékk kerfið til að ganga svona hart fram gegn honum? Var réttur maður ákærður?," spyr Þorsteinn í bókinni Leigubílstjórinn hét Gunnar Tryggvason en hann bjó með föður sínum á þessum tíma. „Þeir voru mjög samrýmdir feðgar og þetta fór alveg með gamla manninn. Konan hans hafði dáið þarna tveimur árum áður og síðan sonur hans. Hann dó síðan sjálfur úr sorg ári seinna. Þetta mál hafði því hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskylduna alla." Þorsteinn segir erfitt að segja frá niðurstöðu bókarinnar en augljóst sé að lögreglan hafi gert mistök. „Þetta á að vera spennandi bók og í henni er marg athyglisvert sem lesandinn verður bara að komast að." Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
„Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. Á föstudaginn fyrir helgi kom út bókin Morðið á Laugalæk eftir Þorstein sem Skrudda gefur út. Þorsteinn hefur ekki áður gefið út bók af þessu tagi en segist hafa fengið áhuga á málinu ungur. Hann starfaði á Alþýðublaðinu árið 1968 þegar málið kom upp en missti af öllum eftirmálunum þar sem hann flutti erlendis. „Lögreglan gerir mistök í upphafi rannsóknarinnar sem gerir það að verkum að þetta dregst á langinn. Það eru líka margir sem flækjast í þetta," segir Þorsteinn. „Því var haldið fram að Gunnar stundaði lánastarfsemi en það var ekki satt. Þetta var góður drengur sem var ofur feitur en það var ekki algengt í þá daga. Hann kom aldrei nálægt neinni lánastarfsemi og það var aldrei neitt sannað." Fyrir þá sem ekki þekkja morðið á Laugalæk þá var leigubílstjóri myrtur árið 1968 með mjög sjaldgæfri byssu en morðingi mannsins hefur aldrei fundist. Gerðir hafa verið sjónvarpsþættir og málið er eitt af dularfullustu morðum íslandssögunnar. „Byssan fannst ári seinna og þá var maður hnepptur í varðhald. Hann var yfirheyrður og settur í einangrun. Hann varð margsaga í málinu og var síðan sýknaður. Ástæðan var einfaldlega sú að það voru engar sannanir fyrir hendi." „Þrátt fyrir gífurlega umfangsmikla rannsókn lögreglu fundust aldrei neinar sannanir gegn þessum manni. Hann var samt ákærður fyrir morðið á Gunnari. Hann var síðan sýknaður af þeirri ákæru bæði í sakadómi og í hæstarétti. Hvað fékk kerfið til að ganga svona hart fram gegn honum? Var réttur maður ákærður?," spyr Þorsteinn í bókinni Leigubílstjórinn hét Gunnar Tryggvason en hann bjó með föður sínum á þessum tíma. „Þeir voru mjög samrýmdir feðgar og þetta fór alveg með gamla manninn. Konan hans hafði dáið þarna tveimur árum áður og síðan sonur hans. Hann dó síðan sjálfur úr sorg ári seinna. Þetta mál hafði því hörmulegar afleiðingar fyrir fjölskylduna alla." Þorsteinn segir erfitt að segja frá niðurstöðu bókarinnar en augljóst sé að lögreglan hafi gert mistök. „Þetta á að vera spennandi bók og í henni er marg athyglisvert sem lesandinn verður bara að komast að."
Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira