Erlent

Mega skoða berar stelpur

Forsíða á Playboy.
Forsíða á Playboy.

Kristnir þrýstihópar í Bandaríkjunum eru æfir yfir því að varnarmálaráðuneytið hefur ákveðið að leyfa að tímarit eins og Playboy og Penthouse verði seld í herstöðvum sínum. Árið 1996 voru sett lög sem bönnuðu sölu á klámvarningi í herstöðvum.

Nefnd varnarmálaráðuneytisins hefur úrskurðað að fyrrnefnd tímarit og raunar mörg fleiri flokkist ekki undir klámrit. Alls voru lögð fyrir nefndina 473 tímarit til þess að úrskurða um. Sextíu og sjö prósent þeirra þóttu ekki eiga heima í herstöðvum, en hin voru leyfð.

Þessu vilja klámandstæðingar ekki una. Þeir ætla að hrinda af stað undirskriftasöfnun til þess að fá þingið til að skipa ráðuneytinu að fara að lögum.

Ekki eru allir sammála andstæðingunum. Þeim finnst að ungir menn sem eru sendir til annarra landa til þess að berjast fyrir þjóð sína eigi að ráða því sjálfir hvað þeir lesa. Og skoða.

 

 

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×