Erlent

Býður þrjár milljónir fyrir kynmök með hestum

MYND/Heiða

Lögreglan í Tromsö rannsakar nú mál manns sem grunaður er um að hafa boðið nokkrum reiðskólum allt að 300 þúsund norskar krónur, yfir þrjár milljónir íslenskra króna, fyrir að fá að hafa mök við hesta.

Frá þessu er greint á vef norska blaðsins Verdens Gang. Þar segir enn fremur að málið hafi tekið nýja stefnu um helgina þegar lögregla fann plastpoka með um 50 þúsund norskum krónum á einum af reiðskólunum.

Lögreglan veit hver maðurinn er því hann skildi eftir bankaútskrift í peningapokanum, að því er virðist til þess sanna að hann væri borgunarmaður milljónanna þriggja. Kynmök með dýrum eru ekki bönnuð samkvæmt lögum í Noregi ef hægt er að sanna að dýrið hafi ekki liðið þjáningar á meðan á þeim stóð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×