Innlent

Umdeildir vopnasalar funda á Íslandi

Andri Ólafsson skrifar
BvS10 Brynvarið farartæki sem BAE framleiðir.
BvS10 Brynvarið farartæki sem BAE framleiðir.

Nú stendur yfir á Nordica Hilton hótelinu í Reykjavík fundur yfirmanna BAE vopnaframleiðslufyrirtækisins. BAE er eitt stærsta vopnaframleiðslufyrirtæki heims og jafnframt eitt það umdeildasta.

Það eru yfirmenn "land armaments" deildar fyrirtækisins sem funda nú á Nordica Hilton hótelinu. Sú deild hefur umsjón með framleiðslu á vopnum sem nýtast á landi, svo sem skriðdreka, stórskotalið, byssur og skotfæri.

Samkvæmt upplýsingum frá fjölmiðlafulltrúa BAE var Ísland valið sem fundarstaður vegna þess að landið er staðsett mitt á milli Englands og Bandaríkjanna en þaðan koma flestir stjórnendurnir sem hér funda.

BAE er breskt fyrirtæki. Það  hefur verið afar umdeilt í heimalandi sínu eftir að frá því var greint að það greiddi Augusto Pinochet fyrrverandi forseta Chile háar fjárhæðir til að tryggja sér vopnaframleiðslusamninga. Þá voru samningar fyrirtækisins við háttsetta aðila í Saudi Arabíu einnig harðlega gagnrýndir á BBC.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×